Flug og flugmiðar til Þrándheims

Þrándheimur er mjög fallegur bær um 500 km sunnan við norðurheimskautsbaug. Hér eru sumarnæturnar oft langar, mildar og bjartar og hér er fallegt að upplifa miðnætursólina. Í júlí mánuði ár hvert er Sankt Olav´s hátíðin haldin sem er virkilega skemmtileg og flott kirkju-  og menningarhátíð í Þrándheimi. Sögulegasta byggingin í bænum er án efa dómkirkjan Nidarosdomen sem var reist yfir gröf St. Olafs eða Ólafs Haraldssonar konungs og er eiginlega þjóðarhelgidómur Noregs. Það var hér sem hinir norsku konungar voru krýndir og hingað hafa pílagrímar streymt úr ýmsum áttum.

En í Þrándheimi er einnig að finna Bybora eða Gamla Bybro sem var byggð árið 1681 og eru margar spennandi og dramatískar sögur sem tengjast þessari gömlu 82 m löngu brú. Síðan er Kristiansten fæstning áhugaverður staður og er mikill og hár turn á virkinu sem sérst um mestallan Þrándheim. Svo er lengsta samstæða tréhúsabygging einnig að finna í bænum sem og Ringve safnið sem er virkilega flott safn.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og fluleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Þrándheimi

shade