Evrópa  >  Noregur  >  Osló

Flug og flugmiðar til Osló

Osló, höfuðborg Noregs er staðsett í botni Oslófjarðar, íbúar eru rúmlega 600.000 og er Osló vinabær Reykjavíkur. Í Olsó eru margir spennandi staðir, hægt er að rölta um aðalgötuna Karl Johan, sem er með höllina við enda götunnar. Vigelandgarðurinn er heimsins stærsti höggmyndagarður og mjög fallegur með yfir 200 höggmyndir og er stórkostlegasta höggmyndin Monolitten eða einsteinungurinn sem samanstendur af 121 mannslíkama sem vefjast um hvorn annan, svo er skíðastökkpallurinn Holmenkollen með flott útsýni yfir höfuðborgina og skíðasafnið sem gaman er að sjá, það er frá árinu 1923 og eitt það elsta sinnar tegundar í heiminum. 

Einnig er bæði spennandi og fræðandi að skoða Kon-Tiki safnið og feta í ævintýraleg fótspor Thor Heyerdahls, Á Munch safninu er hægt að sjá frábær verk eftir málarann Edvard Munch og á Aker Brygge sem er gamalt hafnarsvæði eru mörg hugguleg kaffihús og góðir veitingastaðir. Gamli bærinn í Osló sem liggur austur af Björvika geymir miklar minjar og er miðaldabærinn stærsti miðaldabær í Norður Evrópu og er hann friðaður.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem  fljúga til og frá Osló

shade