Evrópa  >  Noregur  >  Bergen

Flug og flugmiðar til Bergen

Bergen er algjör perla á vesturstönd Noregs umvafin stórbrotinni og fallegri náttúru þar sem bærinn liggur á séttu innanum fjöllin en nafnið Bergen þýðir einnig bærinn eða engið á milli fjallanna. En það  er ekki bara umhverfið sem er fallegt heldur er bærinn sérstaklega sjarmerandi með mörg falleg hús úr tré sem liggja þétt saman og húsin á Bryggen hafnarsvæðinu þar sem hansakaupmenn voru með verslanir líta næstum alveg eins út og þau voru upplunalega þar sem fyrstu húsin eru frá 1100 hundruð.

Bryggen svæðið er á lista UNESCO yfir menningarminjar. Maria kirkjan er einnig frá árinu 1100 og er elsta bygging í bænum og er enn í notkun, en það eru einnig fleiri miðaldakirkjur sem áhugavert er að skoða eins og Korskirkjan, Dómkirkjan og Fana kirkjan. Svo er gaman að skoða fiskitorgið og fiskisafnið og heimili Edvard Grieg á Troldhaugen. Í rúmlega klukkutíma keyrslu frá Bergen er síðan hægt að upplifa stórkostlega náttúru í kringum Hardangerfjörðinn og svo er Sognefjörðurinn og svæðið í kring um Voss einstaklega fallegt.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem flúga til og frá Bergen.

shade