Flug, flugmiðar til Noregs

Noregur býður m.a. uppá fallega og stórbrotna náttúru í landi sem er rúmlega 320.000 ferkílómetrar, hér eru stórkostlegir, djúpir og fallegir firðir umluktir háum fjöllum sem gaman er að ferðast um og hér eru margir yndislegir göngu- og hjólastígar. T.d er Geirangersfjörðurinn einn fallegasti fjörður í Noregi og algjör náttúruperla, hér er frábært útsýni, fallegir fossar og gríðalega há fjöll og er fjörðurinn á lista UNESCO. Svo er Vöringsfossinn sem er mest heimsótti foss í Noregi og er best að upplifa fossinn ef gengið er eftir gilinu eftir bláum göngustíg.

Að ganga að Preikestolen er frábær upplifun en það er c.a. 5 km ganga eftir góðum göngustígum þar til þú kemur að 600 m háum og lóðréttum klettavegg með flotta útsýnissillu á toppinum. Svo er alltaf gaman að sigla um Oslófjörð sem er um 100 kílómetra langur og rölta síðan um Osló höfuðborg Noregs sem er í botni fjarðarins eða um hinn fræga Vigelandgarð sem er heimsins stærsti höggmyndagarður.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Noregs

Álasund
Álasund

Bærinn Álasund er staðsettur á vesturströnd Noregs rúmlega 400 km norður af Bergen. Bærinn er mikill fiskibær og hér er ein stærsta fiskihöfn í Noregi, íbúatalan í bænum er um 50.000 manns. Það er áhugavert að rölta um bæinn og skoða fallegar byggingar sem eru í Art Nouveau stíl...

Alta
Alta

Sveitafélagið Alta er það  fjölmennasta í norska fylkinu Finnmörk og er Alta bæði sveitafélag og bær með íbúafjölda sem er rúmlega 20.000 manns. Bærinn er staðsettur innst í Altafirðinum og er m.a. þekktur fyrir aldagamlar hellateikningar sem fundust árið 1973...

Bergen
Bergen

Bergen er algjör perla á vesturstönd Noregs umvafin stórbrotinni og fallegri náttúru þar sem bærinn liggur á séttu innanum fjöllin en nafnið Bergen þýðir einnig bærinn eða engið á milli fjallanna. En það  er ekki bara umhverfið sem er fallegt heldur er bærinn sérstaklega sjarmerandi...

Bodo
Bodo

Bodø í norður Noregi er staðsett rétt fyrir norðan norðurheimskautsbaug og er með miðnætursólina frá 3. júní til 8. Júlí. Bærinn var stofnaður árið 1816 og var hugsaður sem viðskiptabær fyrir fiskimenn á þessu svæði í staðinn fyrir Bergen sem er mun sunnar.

Osló
Osló

Osló, höfuðborg Noregs er staðsett í botni Oslófjarðar, íbúar eru rúmlega 600.000 og er Osló vinabær Reykjavíkur. Í Olsó eru margir spennandi staðir, hægt er að rölta um aðalgötuna Karl Johan, sem er með höllina við enda götunnar,

Stavanger
Stavanger

Á suðvestur strönd Noregs er borgin Stavanger sem liggur að hafi í vestri en í noraustri liggur borgin að Boknafirðinum og er hún ein af elstu borgum Noregs. Stavanger er einnig mikil olíuborg og er miðpunktur olíuiðnaðarins í Noregi og er oft kölluð „olíuhöfuðborgin“.

Tromso
Tromso

Tromso er fallegur bær umvafinn fjöllum og fjörðum og hér er hægt að upplifa bæði norðuljós og miðnætursól. Hér eru spennandi gönguferðir um fjöllin í kringum bæinn, siglingar í kajak og kanó  ásamt því að fara út í skipulagðar veiðiferðir sem er algjört ævintýri fyrir fiskiáhugafólk

Þrándheimur
Þrándheimur

Þrándheimur er mjög fallegur bær um 500 km sunnan við norðurheimskautsbaug. Hér eru sumarnæturnar oft langar, mildar og bjartar og hér er fallegt að upplifa miðnætursólina. Í júlí mánuði ár hvert er Sankt Olav´s hátíðin haldin sem er virkilega skemmtileg og flott kirkju-  og menningarhátíð í Þrándheimi.

shade