Flug og flugmiðar til Lúxemborgar

Lúxemborg er eitt af minnstu löndum Evrópu og liggja nágrannalöndin Belgía, Frakkland og Þýskaland að landinu. Lúxemborg City  er höfuðborg landsins og er hún græn og falleg, nútímaleg borg með spennandi  fjölþjóðamenningu en hér býr fólk frá meira en 150 þjóðlöndum. Í miðborginni á Grand Rue og götunum í kring eru margar spennandi búðir og svo eru huggulegir veitingastaðir að finna í gamla bænum þar sem einnig er gaman að rölta um, því Luxemborg byggir á gömlum merg og hér eru margir flottir kastalar og söfn eins og Clervaux kastali og National Museum of Military History Diekirch.

 

 

shade