Evrópa  >  Litháen  >  Vilnius

Flug og flugmiðar til Vilníus

Vilnius er höfuðborgin í Litháen og jafnframt stærsta borgin og er staðsett í suðausturhluta landsins þar sem Vilnia áin rennur saman við ánna Neris. Í borginni er einn af elstu háskólum austur Evrópu, stofnaður 1579 og þar er einnig gamall og huggulegur miðaldarbær sem hefur þróast í kringum ráðhúsið og er virkilega gaman að rölta um bæinn, kíkja í verslanir þar sem m.a. eru minjagripir og handunnar vörur og ekki gleyma að taka myndir af gömlum og einstökum byggingum.

Klukkuturninn er gaman að skoða og setur turninn áberandi og fallegan svip á borgina. Einnig er áhugavert að skoða hina rómversku og katólsku kirkju í Vilníus, St. Anne´s Church sem er á lista UNESCO og er ein  áhugaverðasta bygging í Gotneskum stíl í Litháen. Gediminas kastali er einnig áhugaverð bygging og þaðan er virkilega fallegt útsýni yfir borgina.

Í Vilnius er einnig ódýrt að versla og er eitt af stærstu verslunarmollum Norðurevrópu staðsett í borgarhlutanum Seskiné en nýjustu verslunarmollin í Vilnius eru Panorama í Sverynas og Europa í Snipiskes.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir til Vilníus hjá öllum flugfélögum

shade