Evrópa  >  Lettland  >  Riga

Flug og flugmiðar til Riga

Í Riga höfuðborg Lettlands er heillandi arkitektúr, sögulegar byggingar, markaðir og fallegur gamall bæjarhluti með steinilögðum götum og gömlum húsum en höfuðborgin er einnig nútímaleg borg í mikilli þróun. Borgin er stærsta höfuðborg Eystrasaltslandanna og er staðsett við lengsta fljót landsins, Daugava og hér er margt að sjá eins og t.d. rússnesku rétttrúanaðarkirkjuna með fimm kúplum, Dómkirkjuna frá árinu 1226 þar sem orgelið er með 6.700 pípum og hefur dregið marga organista að frá öllum heiminum.
Staldrið einnig við St. Péturs kirkjuna sem er rétt hjá Dómkirkjunni og skoðið safnið þar fyrir innan. Péturskirkjan er með 123 m háan turn sem sést vel um alla borgina.
Í Riga eru einnig mörg spennandi söfn og svo eru margir markaðir í borginni eins og Central markaðurinn sem er einn sá stærsti í Evrópu, hér er hægt að finna ferskar matvörur frá heimamönnum og hér er ódýrt að versla hör, Riga kampavín, ráv, vodka og margskonar osta.

Hér að neðan getið þið lesið um vinsæla staði sem hægt er að heimsækja í Riga:

Þjóðarbókasafnið í Lettlandi
Í gamla bænum í Riga við Daugava ána stendur nýleg bygging þjóðarbókasafnsins sem er einnig kölluð Ljósakastalinn. Byggingin var hönnuð af listamanninum Gunars Birkerts sem er þekktasti latneski arkitekt í heiminum. Hann hannaði einnig the Law Library Building við háskólann í Michigan og the Corning Museum of Glass en báðar þessar byggingar eru á lista yfir 150 frægustu byggingar. Listamaðurinn vildi að glerbyggingin væri einskonar spegilmynd af fjalli og hefur hún táknræna þýðingu í latneskri menningu. Byggingin er 13 hæðir og 68 m. há. Þú getur farið upp á efstu hæð og fengið þér að borða á veitingastaðnum Kliversala en þaðan er frábært útsýni yfir borgina.

Kalnciems hverfið
Hið spennandi Kalnciems hverfi er staðsett vinstra megin við Daugava ána, rétt hjá götunum Kalnciema og Melnsila. Þökk sé tveim bræðrum sem eru með ástríðu fyrir gömlum trébyggingum, þá  er ný búið að breyta byggingunum í nýtísku skriftstofur, veitingastaði og verslanir. Hverfið er með spennandi og listrænt andrúmsloft og er þetta einn af helstu stöðunum þar sem listafólk í Riga hittist. Á hverjum laugardegi er spennandi sveitamarkaður á svæðinu þar sem fólk hittist og borðar saman. Á sumrin eru haldnir útitónleikar á fimmtudagskvöldum á svæðinu þar sem fólk kemur við og fær sér vínglas eða bjórkollu eftir vinnu. Þegar hungrið segir svo til sín er upplagt að fara á veitingastaðinn Maja þar sem þú getur upplifað sjarmann sem einkennir þessa trébyggingu eða fengið þér bjór á Vinilbars þar sem tónlistin er einungis spiluð af gamaldags plötuspilara. Svo er alltaf gaman að kíkja við á Kalnciema street 32 þar sem þú finnur spennandi sælgætis verslun, Skriveru saldumi þar sem hægt er að kaupa súkkulaðihjúpaða ávexti, marzipan og mjólkursúkkulaði.

Berga Bazaar
Berga Bazaar er bæði einstakur og sögulegur staður frá árinu 1886 ásamt því að vera einn mest  sjarmerandi staður í Riga. Hér getið þið kíkt við og skoðað litla spennandi bása fulla af flottum fatnaði  og fylgihlutum og er nær allt Latnesk hönnun, svo eru einnig til sölu á Berga Bazar frábær frönsk gæðavín. Á svæðinu geta bæði konur og menn prófað margvíslegar hárgreiðslustofur þar á meðal, Rigas Barddzinis þar sem notaðar eru frekar dýrar vörur og svo er hægt að fá rakstur þar sem  rakhnífar eru notaðir til raksturs. Einnig er hægt að borða á mismunandi veitingastöðum og kaffihúsum eins og: Andaluzijas Suns, Cydonia Gastropub, Zoste, Kanela Konditoreja og Burzuja Brokasties sem eru allt aðeins fínni, en veitingastaðurinn Bergs and wine bar Garage er meira markaðsstaður.

Sunnudags brunch í Riga
Sunnudags brunch er algjört must í Riga og hér eru margir staðir að velja á milli. Flottasti staðurinn er á Andrejosta sem er nálægt smábátahöfninni við Daugava ána. Þar var fyrrum verksmiðjuhverfi en nú er búið að breyta því í bæði marga og mismunandi veitingastaði og bari þar sem er sérstaklega mikið líf um helgar. Þar getur þú notið þess að fá góðan morgunmat og notið stórkostlegs útsýnis yfir  ána frá svölunum á veitingastöðunum Koya og Aqua Luna. Í miðbænum er Sky Line bar á 26. Hæð Radisson Blue Hotel í Lettlandi sem bíður uppá hádegisverð með besta útsýni yfir borgina. Einnig eru staðirnir Innocent Café, vegetarian café og bike design studio Meet vinsælir hádegisverðar staðir og þá sérstaklega á meðal „hipstera“

Miðbæjarmarkaður og Spikeri hverfið
Miðbæjarmarkaðurinn er staðsettur við gamla bæinn í Riga rétt við árbakka Daugava. Markaðurinn er frá 20. öld og einkennist hann af þýskum Zeppelin flugskílum frá heimstyrjöldinni fyrri sem gefur markaðinum sérstakt andrúmsloft. Á uppskerutímabilinu er allt af 700 tonn af matvöru í boði á markaðinum og mikið magn af matvöru kemur frá Latneskum bóndum bæði lífrænar og hefðbundnar matvörur, en einnig eru hér framandi ávextir, grænmeti og krydd frá öllum heimshornum. Þessi markaður er sérstaklega dáður af öllum matgæðingum. Frá árinu 1998 hefur miðbæjarmarkaðurinn í Riga verið á heimsminjalista UNESCO ásamt gamla bænum. Ef þú átt leið um markaðinn þá ættir þú einnig að kíkja við í Spikeri hverfinu sem er rétt hjá en hverfið hefur alveg frá miðöldum verið þjónustumiðstöð fyrir skipasiglingar og síðar fyrir stóru vöruhúsin. Útlit staðarins er frá 19. öld en núna er þetta einn heitasti menningarstaður borgarinnar með leikhúsi, consert höll og kaffihúsum.

Splendid Palace og kaffihúsið Film Noir
Hið stórkostlega Splendid Palace er eitt af áhugaverðustu kvikmyndahúsum í Evrópu og var húsið byggt árið 1923. Hugmyndasmiðurinn trúði því að hægt væri að njóta kvikmynda í sama umhverfi og óperan var.  Enn þann dag í dag fylgir Splended Palace upprunalegum áætlunum sínum við að sýna nýjustu og mest virtu kvikmyndir frá öllum heiminum á listrænan hátt.  Hér getur þú einnig horft á spennandi myndir um leið og þú nýtur þess að fá glas af góðu víni ásamt góðum mat á Cafe Film Noir -  sem er staðsettur í sömu byggingu og Splendid Palace.

Skemmtanir fyrir utan gamla Riga
Gamla Riga er án efa æðislegur staður en um helgar gæti svæðið orðið of yfirþyrmandi fyrir ferðamenn sem  vilja slaka á innanum heimamenn í staðinn fyrir að vera innanum aðra ferðamenn. Í því tilviki býður Riga uppá mikið af spennandi stöðum fyrir utan gamla bæinn. Vinsælast er að byrja á Kanepe Culture Centre (KKC) sem er staðsett á horni Lacplesa og Skolas. Þar eru oft spennandi sýningar frá listamönnum Lettlands og hljómsveitir að halda tónleika og þar safnast aðallega saman hópur af listafólki, heimamönnum og skiptinemum. Einnig er Vest Cafe sem er í 5 mín göngu héðan og mynnir á vinsæla Deus Ex Machine kaffihúsið í Milanó og Sidney, þar eru smekklegar innréttingar og góð tónlist sem laðar að sér fjölbreytt mannlífið sem heldur uppi góðu andrúmslofti. En vinsælasti staðurinn er club Piens (sem þýðir mjólk á Latnesku) og er á Aristida Briana Street.

Hinn menningarlegi staður Ziemelblazma
Þegar þú hefur skoðað það áhugaverðasta í borginni og vilt upplifa eitthvað meira en bara borgarlífið, þá er hið sögulega fiskimannaþorp spennandi hverfi og er hægt er að fara þangað með strætó no: 2, 24 eða 29. Hér er áhugavert að heimsækja staði sem bera vitni um fortíðina eins og gömlu Mangalsala bryggjuna sem er meira en 150 ára gömul, bryggjan er 2ja km langur steinagarður sem nær frá ánni Daugava að Eystrasaltinu. Við hliðina á fallegu útsýni yfir strendur Eystrasaltsins er stórkostleg bygging 20. aldar sem nefnist Ziemelblazma (sem þýðir Norður ljós eða morgunroði í Lettlandi) Þessi frábæra bygging er nýlega endurbyggð og ef þú ert staddur á svæðinu á „réttum tíma“ þá er upplagt að njóta og hlusta á góða tónlist, classik eða jazz í þessari flottu byggingu. Hægra megin við Ziemelblazma bygginguna er 35 m. hár útsýnisturn þar sem hægt er að taka frábærar myndir yfir Eystrasaltið.

Flugfélagið Air Baltic byrjar að fljúga til Keflavíkur frá Ríga þann 28. maí 2016 en þeir bjóða uppá beint flug tvisvar í viku

Ticket2Travel.is ber saman og leitar að lágum flugverðum og flugleiðum frá öllum flugfélögum til Riga

shade