Flug og flugmiðar til Lettlands

Lettland er eitt af Eystrasaltsríkjunum og er staðsett á milli Eistlands og Litháen. Landið er 64.598 km2 og íbúafjöldinn er um 2,4 miljónir. Lettland hefur verið undir stjórn Póllands, Svíþjóðar, Sovétríkjanna allt fram til ársins 1991 þegar landið fékk sjálfstæði.

Mestur hluti landsins eru sléttur og skógarmeð stöku bakka í austurhluta landsins og er hæsta fjall Lettlands, Gaizinkalns 311 m. Í landinu eru einnig mörg fljót þar sem Daugava er lengsta fljótið og hér eru einnig meira en 3.000 vötn.

Í Lettlandi er áhugavert að sjá Basilikuna í Aglona sem er byggð í gömlum barrok stíl með tvo 60 m. háa turna og Rundale höllina í suður Lettlandi. Höfuðborg landsins og jafnframt stærsta borgin er Riga.

Flugfélagið Air Baltic byrjar að fljúga til Keflavíkur frá Ríga þann 28. maí 2016 en þeir bjóða uppá beint flug tvisvar í viku

Ticket2Travel.is ber saman og finnur allar flugleiðir og flugverð sem eru í boð með öllum flugfélögum til Lettlands.

Riga
Riga

Í Riga höfuðborg Lettlands er heillandi arkitektúr, sögulegar byggingar, markaðir og fallegur gamall bæjarhluti með steinilögðum götum og gömlum húsum en höfuðborgin er einnig nútímaleg borg í mikilli þróun. Borgin er staðsett við lengsta fljót landsins,...

shade