Flug og flugmiðar til Zagreb
Borgin Zagreb er höfðuborg Króatíu og jafnframt stærsta borgin í landinu. Zagreb er söguleg miðevrópsk borg þar sem hluti miðborgarinnar geymir stemningu miðalda. Eru það sérstaklega borgarhlutarnir Kaptol og Gradec sem geyma sögulegar minjar, þröngar steinlagðar götur og spennandi veitingastaði og kaffihús.
Í Gardek er t.d. hægt að fara með gömlu lyftunni uppá topp þar sem stórkostlegt útsýni yfir borgina býður þín. Dómkirkjan í borginni þarf aðeins að stoppa við, hún er með rúmlega 100 m.háa turna og er einskonar vörumerki Zagreb.
Eins er gaman að upplifa lífið á markaðstorginu þar sem innfæddir versla, markaðurinn Dolac er stutt frá dómkirkjunni við Ban Jelacic torgið. Borgin Zagreb er staðsett norðanlega í landinu á milli Medvednica fjallanna og Savafljótsins í rúmlega 120 m yfir sjávarmáli. íbúarfjöldi í borginni og nágrenni er rúmlega ein milljón.
Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir, flugfélög og flugverð með næstum öllum flugfélögum sem fljúga til Zagreb
