Flug og flugmiðar til Króatíu

Króatía er ríki á Balkanskaga í Suðaustur Evrópu. Ríkið er með strönd að Adríahafi og landamæri að Slóveníu og Ungverjalandi í Norðri, Serbíu í austri og Svartfjallalandi á stuttum kafla allra syðst. Króatía á einnig landamæri að Bosníu og Hersegovínu.
Landið er stórkostleg náttúruperla með fallegar stendur, kristaltæran sjó, áhugaverða sögu og vel varðveittar byggingar.
Höfuðborgin og jafnframt stærsta borgin í Króatíu heitir Zagreb og íbúafljöldi landsins er rúmlega 4 milljónir og er um 90% íbúanna króatar.

Þú finnur flug með öllum flugélögum á Ticket2Travel.is til Króatíu 

Dubrovnik
Dubrovnik

Borgin Dubrovnik sem einnig er þekkt sem Ragusa er virkilega falleg hafnarborg sem liggur syðst í Króatíu á Dalmatíuströndinni við Adríahafið

Pula
Pula

Pula er stærsta borgin á Istia skaganum og þar búa um 90 þúsund manns. Hér býða manns áhugaverðar og vel varðveittar byggingar sem hafa varðveist frá tímum Rómverja, krystaltær sjórinn og daglegt líf íbúanna.

Split
Split

Split er önnur stærsta borg Króatíu með um 200 þúsund íbúa í borginni sjálfri og um 350 þúsund á stórborgarsvæðinu. Borgin er staðsett syðst í Króatíu og er ein mikilvægasta hafnarborg landsins við Adríahafið á Dalmatíuströndinni.

Zadar
Zadar

Hafnarbogin Zadar í Króatíu liggur við Adríahafið og þar hafa menn búið í rúm 3000 ár. Borgin er mjög falleg og mikil ferðamannaborg með allt sem hugurinn girnist, veitingahús, verslanir, markaði og flottar strendur.

Zagreb
Zagreb

Borgin Zagreb er höfðuborg Króatíu og jafnframt stærsta borgin í landinu. Zagreb er söguleg miðevrópsk borg þar sem hluti miðborgarinnar geymir stemningu miðalda.

shade