Flug og flugmiðar til Feneyja
Feneyjar – oft kallaðar drottning Adríahafsins, liggja í Feneyjarlóni við Adríahafið á norðaustur Ítalíu og samanstanda af 118 eyjum sem eru ævintýri líkast. Hér eru síki eða vatnsvegir á milli hinna mörgu smáeya og eru húsin á stólpum. Canal Grande er aðal umferðaræðin og hér má sjá og upplifa vöruflutninga á bátum, vaporetto (almennigsbáta), bæði lögregla og brunalið eru á bátum sem og brúðapör sem vagga um og útfarastjórar svo eitthvað sé nefnt.
Það er spennandi og öðruvísi að sigla á milli eyjanna eins og til Murano, Burano og Torcello og svo er kirkjugarðurinn staðsettur á eyju í borginni og maður siglir jú einnig þangað. Markúsartorg er yndislegt torg og á sólríkum sumardegi er gott að setjast þar niður og fá sé kaffibolla eða kælt hvítvín á milli þess að maður skoðar spennandi kirkjur eins og hina stórkostlegu Markúsarkirkju eða Hertogahöllina, ásamt fjölda listasafna, einnig er glerlistin frá Murano áhugaverð, Rialtobrúin sem fer yfir Canal Grande að hjarta Feneyja fara allir yfir og að sjálfsögðu þarf að prófa spennandi og rómantíska ferð á gondólum.
Ticket2Travel.is leitar og bera saman flugverð og flugleðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Feneyjum
