Evrópa  >  Ítalía  >  Róm

Flug og flugmiðar til Rómar

Róm er ein af frægustu ferðamannaborgum heims sama hvaða áhugasvið þú hefur þá eru þarna rómverskar rústir, byggingarlist, markaðir, verslanir eða bara að fylgjast með lífinu á einu af mörgum torgum Rómaborgar. Fyrir aðra þá er matargerðin sett í efsta sæti og ef röð er af ítölum fyrir framan einn af veitingastöðunum borgarinnar þá getur þú verið nokkuð öruggur um frábæran mat. Borgin er frekar lítil en gott er að skipuleggja sig vel svo maður eyði ekki óþarfa tíma í að fara fram og tilbaka. Áhugaverðir staðir eru t.d. Péturskirkjan, Vatikan safnið, Colosseum, Forum Romanum, Spönsku tröppurnar, Trevifontænen, Pizza Navona, Campo dei Fiori og Trastevere.

En ef þið virkilega viljið upplifa Róm þá er nauðsynlegt að færa sig aðeins frá aðalgötunum og inn á milli hinna gömlu múra borgarinnar. Hér er hin sanna Róm sem margir ferðamenn fara aldrei til og því er stundum mikilvægt að fara til vinstri þega allir aðrir fara til hægri. Þá  hefur maður alla borgina fyrir sjálfan sig og í ofánálag mikið af spennandi og öðruvísi upplifunum. Munið einnig að líta upp- því töfrar borgarinnar eru ekki aðeins í augnhæð. Heimsækið t.d. markaðina í Róm eins og : Campo dei Fiori sem er gamla blómatorgið og er staðsett miðsvæðis í hinni sögulegu borg. Hér er selt allt frá fallegum blómum yfir í að geta keypt ferskan fisk, kjöt og grænmeti. Pizza San Cosimato markaðurinn  er á torginu Trastevere og er bæði vinsæll og huggulegur og svo er Porta Porese markaðurinn sem er þekktastur af þeim öllum og ítalir kalla „mercato delle pulci“

Af öðrum stöðum sem eru ekki mikið ferðamannavæddir er t.d. kirkjan Santa Maria Della Concezione sem er áhugaverð bygging og þá sérstaklega hvelfingin því hér hafa kapucine munkar innréttað lítið safn sem samanstendur af beinum látinna „bræðra“ þeirra og gert úr þeim sérstök listaverk. Svo er Ghettoið, gamla gyðinga hverfið sem er staðsett misvæðis í gamla borgarhlutanum og er afmarkað af Via Arenula og Via Teatro Marcello. Hérna voru gyðingar lokaðir inni bakvið háa múra og máttu aðeins yfirgefa svæðið á daginn. Hverfin Monti-& Borgo eru gömul hverfi í Róm og er huggulegt að ganga um gamlar og steinilagðar göturnar.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Róm

shade