Evrópa  >  Ítalía  >  Mílanó

Flug og flugmiðar Mílanó

Linate Flugvöllur er einn af tveimur flugvöölum í Mílanó.

Mílanó dregur marga að borginni því hér er bæði list og menning, tíska og hönnun ásamt mörgum spennandi möguleikum og áhugaverðum stöðum. Borgin er heimsþekkt tískuborg og algjört verslunar mekka því allt það nýjasta í tísku heiminum kemur þaðan. Tvisvar á ári streyma þúsundir manna úr tískuheiminum til þessarar borgar, sýningafólk, hönnuðir, yfirmenn, ljósmyndarar og fl. og breyta borginni í alsherjar tískuheim og útkoman er m.a. hin  nýja tíska og nýir tískustraumar. Ef þú ert fyrir nýtísku stíl þá er einnig upplagt að fara í klipppingu hér í litlum hliðargötunum aðeins frá aðalgötunum.

Listamannahverfið „Brera“ í Mílanó er svolítið litað af boheme stíl með lokuðum götum og flottum verslunum, góðum veitingastöðum, galleríum og börum. Í hverfinu „Navigli“ við enda Corso Italia er iðandi líf á kaffihúsum og börum bæjarins, en það er einnig hér sem þú finnur spennandi antikmarkað sem haldinn er á laugardögum. Mílanó er ekki aðeins nýtísku stórborg en einnig áhugaverður staður fyrir listaunnendur. Í hjarta borgarinnar eru gömlu byggingarnar vel varðveittar, hér er m.a. heimsins stærsta gotniska dómkirkja, Scala Operaen, Sforzesco borgin og Santa Maria delle Grazieklaustrið með „kvöldmáltíðina“ eftir Leonardo da Vinci.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Mílanó

shade