Evrópa  >  Ítalía  >  Genoa

Flug og flugmiðar til Genoa á Ítalíu

Genoa er spennandi hafnarborg staðsett á Norð-vestur hluta Ítalíu með rúmlega 650.000 íbúa. Borgin liggur meðfram ströndinni með stórkostlegt útsýni yfir Miðjarðarhafið og há fjöllin í bakgrunni  veita gott skjól. Beggja megin við borgina eru litlir og huggulegir fiskibæir og fallegir smástrandarbæir. Í Genoa er mikið af spennandi veitingastöðum sem bjóða uppá frábæra ítalska matargerð, eins og t.d. spaghetti carbonara með tilheyrandi focaccia brauði borið fram með salti og ólívuroliu.
Í Genoa finnur þú einnig mikið af gistimöguleikum og hér er auðveldlega hægt að dvelja nokkra daga ásamt því að skoða og kynnast sögu og menningu staðarins. Hér er t.d. áhugavert að skoða Palazzi dei Rolli sem eru sögulegar hallarbyggingar sem og dómkirkjuna Duomo di Genova sem var vígð af Gelasius II páfa árið 1118.
Vitinn Lanterna sem er frá 12 hundruð og sérst allstaðar frá bænum er líka flott myndefni og er vitinn með hæstu vitum í heiminum. Gamli bærinn Piazza delle Erbe með sínum sjarmerandi þröngu götum og litlu veitingastöðum er yndislegur staður að rölta um og á kvöldin breytist þessi rólegi staður í líflegan samkomustað þar sem innfæddir hittast.
 

Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir, flugfélög og flugverð hjá flestum flugfélögum sem fljúga til Genoa á Ítalíu

shade