Evrópa  >  Ítalía  >  Flórens

Flug og flugmiðar til Flórens

Flórens er einstaklega falleg borg sem líkja má við lifandi safn því hér eru stórkostleg og söguleg minnismerki, listaverk, kirkjur, hallir og torg sem gera menninguna í Flórens alveg einstaka. Nefna má dómkirkjuna Santa Maria del Fiore, ráðhúsið Palazzo Vecchio og hið heimsfræga listasafn Uffizi  þar sem fólk stendur í röðum frá því snemma um morguninn en hér eru m.a. heimsfræg listaverk eftir Michelangelo, Rafael, Da Vinci og Botticelli.

Flórens er höfuðbog Toscana héraðs og skiptir áin Arno borginni í tvo hluta, nokkrar brýr tengja borgina saman og er sú frægasta brúin, Ponte Vecchio. Umhverfis borgina er mikil og góð vínrækt en Toscana hérað er eitt það frjósamasta á Ítalíu og hér eru dásamleg vín eins og hið þekkta Chianti sem hægt er að njóta með góðri Pizzu beint úr steinofninum og nýbökuðu hvítlauksbrauði svo er hægt að ljúka máltíðinni með rjúkandi, ilmandi espresso og dífa hinum hörðu og góðu möndlusmákökum, Biscotti í kaffið.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Flórens

shade