Ferðir á Amalfi ströndina

Ein af fallegustu strandlengjum í heimi er Amalfi strandlengjan "La costiera Amalfitana"  Meðfram ströndinni liggja huggulegir bæjir eins og perlur á snúru inná milli klettanna og þaðan er oft frábært útsýni yfir Miðjarðarhafið og fjöllin í kring. Strandlengjan er um 40 km löng og er staðsett í klukkutíma keyrslu frá borginni Napolí. Ströndin er ekki hefðbundin baðströnd en hér eru margar litlar srendur innanum klettana. Amalfistöndin hefur alltaf verið spennandi ferðastaður og ekki síður fyrir ítalina sjálfa. Hér eru einnig frábærir göngustígar og gamlar tröppur sem leiða um hverfin þver og endilöng. Hér á árum áður er talið að um 70.000 manns bjuggu við ströndina en í dag eru íbúarnir aðeins um 6.000. Arkitektúrinn ber einnig merki þess að hér bjuggu íbúar frá mismunandi löndum á miðjarðarhafssvæðinu m.a. mikið af aröbum

Höfuðborgin Amalfi á Amalfiströndinni er huggulegur lítill fiskibær með langa og mikilvæga sögu að baki, borgin er m.a. þekkt fyrir dómkirkjuna Sant´Andrea og klaustrið Chiostro del Paradiso. Fyrsti atvinnuvegur borgarinnar var handunninn pappír og það er áhugavert að ganga upp aðalgötuna til Valle dei Mulini þar sem ennþá er ein vinnsla í gangi og kíkja við á pappírs safninu þar sem hægt er að sjá hvernig pappírsgerð var í gamla daga. Smaragd hellirinn eða Grotta dello Smeraldo er einnig áhugavert að heimsækja og er hellirinn staðsettur á strandveginum c.a. 4 km fyrir utan Amalfi í átt að Positano. Aðeins fyrir utan Amalfi er svo mjög áhugavert að skoða gömlu rómversku borgirnar Pompei og Herculanum sem grófust undir hraun og ösku frá hinu 1.280 m háa eldfjalli Vesuv árið 79 f.kr. Þessar uppgröfnu borgir er mjög áhugavert að skoða og svo er hægt að fara á Nationalsafnið eftirá og sjá alla þá hluti sem fundist hafa í borgunum. Borgina Napoli verður maður að heimsækja, hún er stærsta borg suður Ítalíu og hér eru áhugaverðir staðir eins og t.d. Castel dell´Ove frá 15 hundruð eða höll eggsins, en sagan segir að töfra egg liggi undir sökklinum til að varna því að höllin eyðilagðist. Frá Napolí er síðan stutt í næstu  borg, Pæstum sem er þekkt fyrir sín vel varðveittu grísku hof.

Bæirnir Castiglione, Scala og Ravello eru allt fallegir og huggulegir bæir við Amalfyströndina. Bærinn Castiglione er staðsettur niður við sjó og er varla meira en nokkur hús á klettunum á svæðinu við strandveginn. Svo er það bærinn Scala sem er rólegur bær staðsettur á kletunum c.a. 450 m yfir sjó og hér er einna fallegast útsýni yfir að Ravello, fjöllunum í kring og Miðjarðarhafinu. Á miðöldum var bærinn Scala mun stærri bær og var oft í stríði með bænum Ravello sem liggur hinum megin í Drekadalnum. Ravello er rómantískur og fallegur bær þar sem húsin eru eins og á póstkorti staðsett upp með  klettaveggjunum og eru því með frábært útsýni. Í miðbænum er dómkirkjutorgið þar sem íbúarnir hittast fá sér kaffi og kíkja í blöðin og svo er meiriháttar að skoða Villa Rufolo sem var byggt árið 1300 og er umkringt virkilega fallegum görðum og blómum og á hverju sumri er haldin spennandi tónlistarhátíð í bænum sem er fræg um allan heim.

Svo eru bæirnir Minori og Maiori eða litli og stóri. Í bænum Minori er áhugaverð rómversk „villa“ sem er helsta aðdráttaraflið og dregur ferðamenn að, húsið er frá tímum Ágústus keisara og fannst fyrir tilviljun árið 1932, hér sér maður m.a. flott mósaík og áhugavert hitakerfi sem rómverjar notuðu í húsum sínum. Einnig er gaman að minnast á séreinkenni bæjarins hinar gómsætu sítrónukökur, en sítrónur vaxa um allt á strandlengjunni. Frá bænum Minori er aðeins um 10 mín gangur að bænum Maiori eða hinum stóra. Hér er lengsta og besta ströndin á Amalfistrandlengjunni. Borgin er nýtísku ítölsk borg með kaffihúsum, veitingastöðum og verslunum sem ná langt inn í Reginna dalinn.

Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Ítalíu

shade