Evrópa  >  Írland  >  Dublin

Flug og flugmiðar til Dublin

Dublin, höfuðborg Írlands er hugguleg og þægileg borg sem auðvelt er að rata um. Borgin er staðsett á austurströnd landsins og hér er margt að skoða og upplifa og er yndislegt að rölta um borgina, skoða gamlar byggingar eins og Trinity Háskóla, kastalann Dublin Castle, Christ Church Catheral, safnið Writers Museum eða bara kíkja í hinar mörgu verslanir sem hér eru síðan er hægt að slappa af á Starbucks með góðan kaffibolla.

Guinness bruggsmiðjuna þarf að heimsækja, hvort heldur þú ert fyrir Guinness eða ekki og Latinhverfið má heldur ekki gleymast í ferðinni, hér eru gallary, kaffihús, veitingastaðir, klúbbar og fancy tískuhús sem takast á um alla þína athygli.

Tónlist er einnig stór hluti af lífi íbúanna í Dublin svo það er tilvalið að upplifa hinn írska dans sem flestir þekkja frá showet Riverdance þar sem  efri hluti líkamans er kjurr en aðeins fæturnir dansa. Á pöbbunum eru einnig oft troubadourar sem gaman er að hlusta á og virkilega njóta andrúmsloftsins með góða kollu af bjór.

Ticket2Travel.is leitar, finnur og ber saman  flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem flúga til og frá Dublín.

shade