Flug og flugmiðar til Írlands
Írland sem oft er kölluð græna eyjan er lítið land sem hefur upp á margt að bjóða. Þú getur t.d. leigt bíl og keyrt um hina stórkostlegu náttúru, farið í gegnum litla huggulega bæji og stoppað við sveita pöbbana og fengið kollu af bjór.
Hér er einnig upplagt að veiða í vötnum og ám landsins og svo er tilvalið að spila golf á nokkrum af bestu golfvöllum heims. Hjólaferðir og gönguferðir eru einnig upplagðar í breytilegu landslaginu og á Írlandi er saga landsins um allt í formi minnismerkja og gamalla kastala sem áhugavert er að skoða eins og Ardgillan kastali og Slassiebawn höll.
Svo er áhugavert að fara 5.000 ár aftur í tímann og heimsækja grafhæðirnar í Boyne Valley, Knowth og Newgrange-Knowth og fá söguna á bakvið byggingarnar. Á suðvestur Írlandi er hægt að upplifa af hverju Írland er þekkt fyrir frábæra náttúru. Hér eru hinar 8 km löngu klettamyndir Cliff of Moher sem eru staðsettar meðfram hafinu og skara hæst 214 m. Við Cliff of Moher er einnig mikið fuglalíf sem áhugavert er að skoða fyrir fuglaunnendur.
Ticket2Travel.is leitar, finnur og ber saman öll flugfélög sem fjúga til og frá Írlandi.
Cork
Bærinn Cork er staðsettur á suðaustur hluta Írlands. Hingað er hægt að koma bæði með flugi eða bát, hér er næststærsti flugvöllur í landinu og Cork höfn er ein sú stærsta náttúrulega höfn í heiminum og liggur við minni fljótsins Lee og aðeins 19 km suður af miðbæ Cork.
Dublin
Dublin er full af Írskum sjarma og fjöri, en um leið einn af fallegri höfuðborgum með Wicklow fjöllin í baggrunni og andlitið að flóanum út í Íska hafið. Það búa um ein milljón íbúar í borginni og þeir eru huggulegir með sýn séreinkenni.
