Evrópa  >  Holland  >  Amsterdam

Flug og flugmiðar til Amsterdam

Amsterdam er bæði falleg og söguleg borg og höfuðborg Hollands en sjálf ríkisstjórnin situr í borginni Haag. Hér er margt að upplifa og margir spennandi staðir sem vitna um gamla sögu frá efnahagslegum stórveldistíma landsins frá 16. öld til 18. aldar eins og t.d. demantslípun sem vitnar í tengingu Hollands við Suður Afríku og hinir mörgu indónesísku staðir sem tengjast Asíu og ef þú siglir um hin  frægu síki í Amsterdam sérð þú oft gömul pakkhús sem búið er að gera upp og geymdu þessi pakkhús vörur frá öllum heiminum fyrir nokkrum áratugum.

Í dag eru þessi pakkhús vinsæll staður á búa á. Í borginni er einnig að finna mikið af söfnum eftir þekkta listamenn og málara eins og Van Gogh-safnið og Ríkissafnið ásamt meira en 40 örðum söfnum í borginni sem þú getur skoðað. Svo má ekki gleyma kaffihúsunum með einstakri stemningu eða barina þar sem oft er lifandi tónlist allt frá blues og Jazz til salsa svo þér mun ekki leiðast í Amsterdam. En Amsterdam er einnig þekkt fyrir frjálsræði varðandi vændi og fíniefnaneyslu sem bæði er að finna í Rauða hverfinu.

Áhugaverðir og spennandi staðir í Amsterdam

Borgin er full af spennandi möguleikum og fallegum stöðum sem gaman er að skoða bæði fyrir unga sem aldna. T.d. að sigla á sikjunum eða að leigja hjól og hjóla um huggulegar götur borgarinnar og þá  sérstaklega gamla hlutann meðfram síkjunum með gömul hús á annari hliðinni og húsbáta í röðum á hinni hliðinni. Svo er mikið úrval af verslunum og spennandi mörkuðum sem hægt er að flakka á milli.

Hús Önnu Frank
Mjög áhugavert er að heimsækja Hús Önnu Frank sem byggir á skrifum úr dagbók hennar á tímum nasista.

Van Gogh safnið og Rikissafnið
 Söfn á heimsmælikvarða með fjölda meistaraverka sem er virkilega er þess virði að heimsækja.

Gassan Diamonds
Í meira en 400 ár hefur Demantsverksmiðjan Gassan Diamond slipað og pússað demandta og er hægt að fara í skoðunarferð um verksmiðjuna og jafnvel kaupa hinn heimsfræga Amsterdam Cut daimant.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Amsterdam.

shade