Flug og flugmiðar til Hollands

Vorið er dásamlegur tími ef maður vill ferðast til Hollands þá eru akrarnir þaktir af fallegum túlipönum, páskaliljum og hyacintum sem gefa  indislegt ligtar- og litaskrúð.  Heimsækið einnig blómagarðinn við höllina Keukenhof sem er ógleymanleg upplifun.

Gönguferð meðfram síkjunum, hinar hefðbundnu millur, litlar brýr og fallegir tréskór er allt einkennandi fyrir Holland. Ostamarkaðurinn í Edam er líka spennandi, sérstaklega fyrir bragðlaukana og fyrir listaunnendur þá er gaman að upplifa Ríkissafnið og van Gogh safnið og svo er Hús Önnu Frank sem byggir á skrifum úr dagbók hennar á tímum nasista mjög  fróðlegt að upplifa.

Landið er mjög flatt og er að stórum hluta neðan sjávarmáls og sér Deltaplan sem byrjað var á á 20. öld að reyna að temja sjó, vötn og ár með gríðalega stórum varnargörðum og skurðum. Landið á landamæri að þýskalandi og Belgíu.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum til og frá Hollandi

Amsterdam
Amsterdam

Amsterdam er höfuðborg Hollands, gömul og hugguleg borg full af lífi og tekur vel á móti manni. Hér er alþjóðasamfélag og er þægilegt og gott að ferðast um borgina og upplifa m.a. brýr og síki, falleg múrsteinshús og blómagarða og mikið af kaffihúsum og veitingastöðum við allra hæfi

Eindhoven
Eindhoven

Flugmiðar til Eindhoven. Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir og flugverð með öllum flugfélögum sem fljúga til Hollands og Eindhoven.

Maastricht
Maastricht

Borgin Maastrich liggur við bakka Maas fljótsins í suðaustur Hollandi  og er í göngufæri frá Belgíu og svo er örstutt að hjóla yfir til Þýskalands. Í miðborginni er huggulegt að rölta um gamlar götur bæjarins og skoða fallegar byggingar,

Rotterdam
Rotterdam

Hafnarborgin Rotterdam er staðsett sunnanlega í Hollandi, borgin er önnur stærsta borg landsins, hýsir stærstu höfn í Evrópu og fjórðu stærstu höfn heims. Rotterdam er falleg borg og hér er margt að skoða eins og t.d. Erasmus brúnna sem heitir eftir..

shade