Evrópa  >  Grikkland  >  Samos

Flug og flugmiðar til Samos

Samos er grísk sumarleyfis paradís sem best er að heimsækja snemma á vorin og fram á haust. Samos státar af náttúrufegurð og fornsögum, ásamt sandströndum, klettum og tærum sjó sem manni langar að hoppa útí og taka sundsprett. Náttúran er gróskumikil og falleg og býður uppá há fjöll, sléttur og skóga og hér er hægt að upplifa fallegt sólarlag við hafið.

Á Somos eru gamlar fornminjar og hægt er að heimsækja gömul klaustur eins og Zoodohos Pigi frá 1756 og Agia Zoni frá 1695. Heimsækið einnig hinn sögufræga helli, Pythagoras  þar sem hinn þekkti stærðfræðingur bjó stóran hluta ævi sinnar.

Það eru tveir hellar á staðnum með sögulega þýðingu; Hinn djúpi sem er 80 m inni í fjallinu, hér kenndi Pythagoras nemendum sínum og notaði sem uppsprettu að hreinu drykkjarvatni. Hann bjó ekki í þessum helli sökum þess hve hátt hann lá uppi í fjallinu. Minni hellirinn er meira flatur og neðar í fjallinu og þar bjó hann, þar eru 3 herbergi og eru tvö af þeim til sýnis. Eyjan Samos er því tilvalinn staður fyrir frí með mikið af spennandi möguleikum sem hægt er að sameina með sól og strönd fyrir alla fjölskylduna.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Samos

shade