Evrópa  >  Grikkland  >  Ródos

Flug og flugmiðar til Rhodos

Þessi frábæra miðjarðahafseyja, Rhodos er ein af þeim klassísku stöðum sem norður evrópubúar sækja mikið til, eyjan er ein af þeim stærstu og gróðursælustu af grísku eyjunum. Rhodos er mikið heimsótt vegna þess að þar eru bæði menningarverðmæti og fornminjar ásamt góðum sandströndum. Loftslagið og sólin eru að sjáfsögðu alltaf það sem dregur fólk að og hér er bæði sólríkt og milt veðurfa ásamt blómstrandi rósum um alla eyju þannig að rósar ilmur, litadýrð og fegurð er um allt og er Rhodos líka oft kölluð "Eyja rósarinnar"

Ef þú ætlar í frí til Rhodos þá er um að gera að þekkja muninn á norður og suður ströndinni. Norðurströndin er þekkt fyrir líf og fjör en aftur á móti þá býður suðurströndin uppá meira rólegar strendur og rólegt tempó. Það er þó sama hvort þú velur líflega norðurströndina eða rólega suðurhlutann þá er nóg um að vera fyrir ferðamenn á Rhodos: sólböð, sjósund, snorkla, kafa og fara á brimbretti (aðallega á vestur og suður ströndinni).

Austurströndin státar af fallegum og rólegum sandströndum þar sem sjórinn er með rólegra móti en aftur á móti er vesturströndin meira klettótt og meiri öldugangur á þeim steinþöktu ströndum sem þar eru.
Gamli bærinn í Rhodos er elsti byggði miðaldagbær í Evrópu og hér er mikið að skoða eins og Venus-hofið og Ippoton ásamt nokkrum áhugaverðum söfnum.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Rhodos

shade