Evrópa  >  Grikkland  >  Aþena

Flug og flugmiðar til Aþennu

Margir Íslendingar gleyma oft Aþenu sem frábærum kosti til að ferðast til, borgarfeðrirnar eru frekar til London, París eða Köben. En Aþena hefur uppá allt  að bjóða sem einkennir frábæra  borgar ferð og gefur ekkert eftir hvað varðar aðrar evrópskar stórborgir. Í Aþenu eru merkar fornminjar, saga, byggingarlist og hér skín sólin og veðrið er þurrt og heitt frá því í apríl og fram í nóvember. Sumarið getur einnig verið frekar heitt sérstaklega í júlí og ágúst svo það er þægilegast að fara til Aþenu á vorin og haustin.
Saga borgarinnar er einnig einstök og er hægt að rekja hana aftur um 3.400 ár eða aftur til þess tíma þegar Aþena var stórveldi og óx í takt við siglingar og Piraeus-höfnina. Borgin var einnig til fjölda ára miðpunktur fyrir list, menntun og heimspeki og var heimastaður fyrir Platons Akademiu og Aristoteles Lyceum. Oft er talað um að Aþena sé “ vagga menningar í Evrópu“.

Áhugaverðir staðir í Aþenu

Þekktustu fornminjar í Aþenu er án efa Akopolis sem inniheldur rústir af sögulegum byggingum með mikla menningarlega þýðingu. Þekktasta byggingin er hofið Parthenon sem var byggt um 5 hundruð f.kr. og var til heiðurs gyðjunni Aþenu.
Svo eru einnig söfnin Akropolis Museum, Plaka og Byzantnske Museum sem áhugavert er að skoða.
En þó svo að sagan hafi mikla þýðingu þá er einnig yndislegt að rölta um bæinn og fá sér kaffibolla og góða gríska máltíð eins og t.d Musaka, Gyros, Souvlákia og Tzatziki. En grykkirnir eru einnig þekktir fyrir Feta sem er best að njóta meðj köldu glasi af Retsina.

Ticket2Travel.is leitar af flug verðum hjá öllum flugfélögum.

Þú finnur alltaf lægstu flugverðin til Aþennu hér á Ticket2Travel.is

shade