Flug og flugmiðar til Grikklands

Hvítkölkuð hús með gluggum og hurðum í bláum lit, litlar fiskihafnir þar sem nýr fiskur er landaður á hverjum degi og svo menningararfurinn, sögur og fornleifar, það er Grikkland. Hér er ógrynni af upplifunum, stórkostleg saga og menning sem nær langt aftur í aldir, eins og stórveldistíðin, goðaheimurinn og ólympíuleikarnir sem voru mesta hátíð Grikkja og voru fyrst haldnir árið 776 f.kr. Hér er einnig mikil náttúrufegurð og  frábærar eyjar eins og Rhodos, Kreta og Kos og svo höfuðborgin sjálf, Aþena með stórkostlegar fornminjar eins og Parthenon hofið sem er á toppi Akropolis hæðar í Aþenu.

Grikkland er staðsett í suðaustur hluta Evrópu og er með landamæri að Makedoniu og Búlgaríu í norðri, Albaníu í norðvestri og Tyrklandi í norðaustri.

Ticket2Travel.is leitar að ódýrum flugmiðum hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Grikklands.
Þú getu keypt ódýra flugmiða til Grikklands alla daga allt árið á Ticket2Travel.is

 

Aþena
Aþena

Margir Íslendingar gleyma Aþennu sem frábærum kosti til að ferðast hreinlega í borgarferð, við förum frekar til London, París eða Köben, Grikkland er annað en bara frí á sólarstörnd á einum af eyjunum.

Krít - Herakion
Krít - Herakion

Heraklion er stærsta borg eyjarinnar Krítar og við borgina er alþjóðaflugvölluin Heraklion Airport en til þess að finna flug til Krítar sláið þið inn flugvallarskamstöfunina HER

Kerkyra
Kerkyra

Eyjan Corfu er út frá strönd norð vestur Grikklands. Nafnið Kerkyra er tengt guðinum Poseidon, en nafniiå Korfu er mest notað. Eyjan er þekkt fyrir að vera græn og gróðursæl þar sem eru mörg ólífutré og frábærar baðstrendur og afþreyingar möguleikum.

Kos
Kos

Það er hægt að lýsa Kos sem hið eina og sanna eyjafrí á grískri paradísareyju. Eyjan er ekki langt frá Grísku ströndinni með hvítum sandströndum, fólkið er vinsamlegt og því upplögð eyja ef þú vilt liggja á ströndinni og njóta þess að vera í sólbaði.

Mykonos
Mykonos

Hefur þú komiið til Mykonos? Ef ekki þá finnur þú ódýra flugmiða hér á Ticket2Travel.is td. í gegnum Kaupmannahöfn því Gríska flugfélagið Aegean Airlines flýgur frá Köben á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum.

Rhodos
Rhodos

Þessi frábæra miðjarahafseyja Rhodos er ein af þeim klassísku stöðum sem norður evrópubúar sækja mikið, en eyjan er ein af þeim stærstu og gróðusælustu áf grísku eyjunum  Rhodos er ein af þessum klassísku eyjum í Miðjarðarhafinu sem hægt er að kaupa flugmiða til hér á Ticket2Travel.is

Samos
Samos

Samos er grísk sumarleifis paradís sem hægt er að heimsækja snemma á vorin og fram á haust. Samos státar af nátturufegurð og fornsögum, ásamt sandströndum, klettum og tærum sjó sem manni langar að hoppa útí og taka sundsprett.

Thessaloniki
Thessaloniki

Thessaloniki er næststærsti bær Grikklands með yfir 1 milljon íbúa sem stór hluti er af yngri kynslóðinni og hér býr einnig mikið af grískum og erlendum háskólanemum og eru 95.000 nemendur í stærsta háskóla Grikklands, Aristoteles Universitet sem er einn af tveimur háskólum í borginni.

Santorini Thira
Santorini Thira

Eyjan Sanatoni er einstök eyja og er í raun eldfjallagígur sem varð til fyrir 4000 árum síðan og hefur  gefið eyjunni sérstakt landslag og marglitaðar klettamyndir. Svo eru hin hvítkölkuðu hús sem standa uppvið klettaveggina og ekki má gleyma sólarupprás og sólarlagi sem er einstaklega fallegt...

shade