Flug og flugmiðar til Grænlands
Velkomin til Kalaallit Nunaat – land Grænlendinga og heimsins stærstu eyju. Það tekur aðeins 2 klukkutíma að fljúga frá Íslandi til Grænlands og er Nuuk höfuðborg þar og einnig elsti bær. Grænland býður uppá ógleymanlegar upplifanir.
Hvalaskoðunarferðir eru m.a. í boði ásamt þyrluferðum út á stórbrotna borgarísjaka og til hinna sögulegu rústa norrænna manna. Í Kulusuk sem er á austurströnd Grænlands er enn hægt að upplifa aldagamlar hefðir frá gamla veiðisamfélaginu og hægt er að kaupa mjög fallega minjagripi sem innfæddir gera og er það hluti af menningararfinum.
Ticket2Travel.is leitar og ber saman öll flugfélög sem fjúga til Grænlands og finnur alltaf ódýrustu flugverðin og bestu tengiflugin.
Narsarsuaq
Hefur þú áhuga á sögu Inúíta eða norrrænna manna, skotveiðum eða stangveiði, jarðefnum, steintegundum af öllum gerður eða hafís þá býður Suður Grænland uppá þetta allt.
Nuuk
Falleg tréhús í öllum regnbogans litum er það sem einkennir bæi í Grænlandi og Nuuk er þar engin undantekning. Nuuk sem áður hét Godthaab er höfðurstaður Grænlands og þar búa um 15.000 manns
Syðri Straumfjörður
Á vestur Grænlandi er Syðri Straumfjörður en þangað er reglubundin flug frá Danmörku.
