Flug og flugmiðar til Gíbraltar

Gíbraltar er höfði norðan við gíbraltarsund í Suðvestur Evrópu. Gíbraltar eru með landamæri að Spáni sem eru aðeins 1,2 km að lengd en strandlengjan við Gíbraltar er 12 km að lengd. Gíbraltarhöfði tengir Norður- Atlandshafið við Miðjarðarhafið og er Gíbraltarhöfði hæsti kletturinn eða um 426m hár. Höfðinn hefur verið undir breskum yfirráðum síðan 1704 og þar er herstöð sjóhersins sem fylgist vel með sjóumferð um Njörvasundið og þegar Súessskurðurinn var opnaður jókst mikilvægi Gíbraltar enn meir sem áfangastaður á sjóleiðinni frá Bretlandi til Egyptalands.

Bretar fengu höfðann til eignar „að eilífu“ með Utrechtsáttmálanum árið 1713. Árið 1967 var haldin þjóðaratkvaðagreiðsla um það hvort Gíbraltar ættu að vera áfram undir breskri stjórn eða verða hluti af Spáni og varð útkoman sú að Gíbraltar yrðu áfram undir breskri stjórn. Eftir þetta lokaði Spánn landamærum sínum að Gíbraltar en þau voru opnuð aftur að fullu árið 1985 eftir inngöngu Spánar í Evrópusambandið. Þríhliða viðræður um stjórn svæðisins höfust árið 2006 milli Bretlands, Spánar og Gíbraltar.
Höfuðborgin heitir Gíbraltar og opinbert tungumál á Gíbraltar er enska..

Ticket2Travel.is leitar að flugleiðum frá Íslandi til Gíbraltar og ber saman flugverð og flugfélög

 

shade