Evrópa  >  Frakkland  >  Paris

Flug og flugmiðar til Parísar

París er ein mest heimsótta borg í Evrópu og ekki að ástæðulausu, hér er dásamlegt að vera og margir spennandi ferðamöguleikar. Í höfuðborginni París finnur þú allt: menningu, listir og rómantík, frábærar byggingar, söfn, markaði, áhugaverða sögu og flottar verslanir. Louvre safnið þarf að upplifa, einnig Eiffel turninn, Notre-Dame dómkirkjuna, Latínuhverfið og svo að sjálfsögðu að fá sér kaffibolla á fallegum kaffihúsum sem eru á nær hverju götuhorni. Góður matur, frábært úrval af ostum og eitt af mörgum gæðavínum frakka þarf maður einnig að upplifa en Frakkland er eitt af stærstu vínframleiðslulöndum heims og er vín hluti af menningu frakka.
París er skipt uppí 20 stjórnsýslu hverfi og er gaman að rölta um t.d. Latinuhverfið, Montparnasse hverfið og Bastillu hverfið. Lang flestir áhugaverðir staðir eru staðsettir í hverfi 1 – 8. og stóru tískuhúsin er mörghver í hverfi 8.
Ef þú ert í París um miðjan júlí þá er gaman að upplifa Bastilliedag í Frakklandi sem er 14 júlí. Það er sama hvort þú velur Champs Elysees svæðið eða svæðið í kringum Effelturninn þá færð þú afþreyingu og skemmtun fyrir fyrir allan peninginn.

Áhugaverðir og spennandi staðir í París

Hér er svo ótrúlega margt spennandi að sjá og upplifa að erfitt er að velja úr, bara það að sitja á kaffihúsi með góðan kaffibolla og croissant og fylgjast með mannlífinu er dásamlegt því þá færðu andrúmsloft borgarinnar beint í æð. 

Effelturninn:
Effelturninn er vörumerki Frakklands og var reistur á árunum 1887 – 1889 og frá toppnum er stórkostlegt útsýni yfir borgina. Gaman er að ganga niður úr turninum eftir að hafa dáðst af útsýninu, því þá fær maður góða tilfinningu fyrir hæðinni. Á kvöldin er turninn lýstur upp og er mjög fallegur.

Notre Dame Catherdral:
Ótrúlega fallegur og sögulegur staður staðsettur á lle de la Cité í París. Notre Dame þýðir Jomfrú María og var byggingin í smíðum í tæp 200 ár, var fullbyggð árið 1345. Ef þú ferð upp í turninn er ótrúlega fallegt útsýni yfir borgina.

Louvre:
Louvre er stórkostlegt safn sem er bæði fræðandi og gaman að upplifa. Hér hangir m.a. hið fræga málverk af Mona Lisa ásamt mörgum öðrum flottum málverkum. Biðtíminn inn á safnið er oft langur en byggingar og allt svæðið fyrir utan er svo ótrúlega fallegt að biðtíminn gleymist eða allavega virkar stuttur. 

Champs-Élysées:
Sigurboginn stendur við breiðgötuna Champs-Elysées og er virkilega fallegt mannvirki sem Napóleon lét reisa eftir sigur við Austerlitz árið 1805. Það er einnig fallegt að ganga upp eftir Champs-Élysées í átt að sigurboganum því það eru margar fallegar byggingar við götuna.

Versailles:
Ef þú hefur nægan tíma í París þá er upplifun að heimsækja Versali sem ligga c.a. 25 km frá höfuðborginni. Chateau de Versailles er falleg höll staðsett í borginni Versailles á stóru og dásamlega fallegu svæði sem er klippt og skorið eftir kúnstarinnar reglum.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Parísar

 

Saint Denis
Saint Denis

Saint Denis er bæjarhluti norður af París og er borgarhlutinn þekktur vegna afhöfðunar á dýrlingnum Denis, en nú til dags er bæjarhlutinn þekktastur fyrir að þar er Stade de Farnce leikvangurinn sem er þjóðarleikvangur Frakka

shade