Evrópa  >  Frakkland  >  Nice

Flug og flugmiðar til Nice

Nice er eins og segull sem dregur að sér ferðamenn frá öllum heiminum og á öllum tímum ársins. Njótið þess að sitja á kaffihúsum á Promenade des Anglais og sjá allan heiminn fara framhjá. Eða röltið meðfram flóanum í skugga pálmatrjáa, Baie des Anges og njótið að skoða snekkurnar niðri á höfninni, strendurnar og falleg hús byggð í art deco og belle epoque stíl. Ef þú villt kynnast Nice þá verður þú að ganga um gamla bæinn eftir þröngum götum og í gegnum þröng sund sem hlykkjast um hverfið.

Að sjálfsögðu þarf maður að upplifa götuna, Cours Saleya, sem breytist í markað á hverjum degi og þar er mikið af blómum, ávöxtum, grænmeti, fiski og skeldýrum. Nice er í öðru sæti í Frakklandi á eftir París hvað varðar söfn og nútíma list, heimsækið t.d. Musee d´Art Moderne ásamt Musee Matisse og Musee Marc Chagall, sem bæði eru með flottar útstillingar af listaverkum eftir fræga listamenn.

Frí á þessu glæsilega svæði
Það er upplagt að hafa Nice sem dvalarstað og geta ferðast þaðan um hina fallegu smábæi í fjöllunum eða meðfram ströndum Miðjarðarhafsins þar sem flottir bæirnir liggja eins og perlur á snúru. Ef þú keyrir frá Nice meðfram frönsku riverunni kemur þú til Cannes og síðan áfram á annan vinsælan áfangastað, Saint Tropez.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir allra flugfélaga sem fjúga til Nice.

shade