Evrópa  >  Frakkland  >  Lyon

Flug og flugmiðar til Lyon

Lyon höfuðstaðurinn í héraðinu Rhones-Alpes í Frakklandi liggur á mörkum suður og norðurevrópu og er upplifun bæði hvað varðar menningu og sögu. Borgin var upprunnalega byggð af rómverjum og þar er að finna mikið af sögulegum stöðum sem tilvalið er að heimsækja.

Arkitektúrinn í borginni er einnig mjög fallegur og mörg hugguleg og einstök hverfi eins og Renessenc hverfið Vieux Lyon og fyrrum rómverska hverfið Fourviere Bakke er gaman að rölta um. Þegar þú gengur um götur Lyons kemstu ekki hjá því að taka eftir mörgum frábærum veggjamálverkum sem príða tæplega 60 byggingar í bænum. Þær urðu fyrst til af ungum nemendum um 1970 sem vildu færa listina nær almenningi í stað þess að málverkin voru lokuð inni á safni.

Það er einnig mikið af huggulegum veitingastöðum í Lyon og er upplagt að prófa t.d. Salade Lyonnaise og gott glas af Rhone-víni sem er framleitt á þessum stað. Gamli borgarhlutinn er einnig áhugaverður að rölta um og geymir mikla sögu.

Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Lyon.

shade