Evrópa  >  Frakkland  >  Bordeaux

Flugmiðar og ferðir til Bordeaux

Þú skálar eflaust oftar í þessum bæ í Frakklandi en annars staðar, því bærinn Bordeaux er heimsfrægur fyrir sín gæða vín sem eru talin með þeim bestu í heiminum. Það er upplagt að fara í vínsmökkunarferð á hina mörgu staði sem eru á svæðinu og njóta um leið náttúrunnar og hins rólega andrúmslofts. En Bordeaux er meira en góð vín.

Hafnarsvæðið Les Quais er stórt og fallegt og hér dvelja margir ferðamenn. Hér er upplagt að ganga meðfram Garonne fljjótinu, fara í skoðunarferð með ferju, njóta ústýnisins yfir fallegar brýrnar í Bordeaux eða dansa og skemmta sér alla nóttina á einum af mörgum næturklúbbum staðarins. Hér eru einnig mörg kaffihús og spennandi veitingastaðir.

Ef þú ert fyrir sögu og menningu þá er upplagt að heimsækja safnið Mussee D´Aquitaine þar sem er mikið safn af rómverskum-galliskum styttum sem eru margar allt að 25.000 ára gamlar. Einnig er rómverski sigurboginn í hjarta stúdentahverfisins La Victoire áhugaverður að skoða og þar er einnig  að finna fleiri söguleg minnismerki. Ef veðrið er gott þá er frábært útsýni frá turninum Saint Michel sem er frá 1400 og er 114 m og því næsthæsti gotneski turn í Frakklandi. En það eru alls 243 tröppur upp áður en hægt er að njóta útsýnisins. Við hliðina á turinium er falleg kirkja frá 1600.

Á Ticket2Travel.is leitum við af ódýrum flugmiðum með öllum flugfélögum til Bordeaux

shade