Flug og flugmiðar til Frakklands
Frakkland er bæði fallegt og spennandi land að ferðast til, hér eru söguleg minnismerki, yndislegar sólarstrendur á stöðum eins og Frönsku Riverunni og Nice sem svíkja engan þegar sól og strönd eru annars vegar, falleg vínhéruð með gróskumiklu landslagi og gömlum kastölum og svo eru hér spennandi stórborgir eins og París, Dijon, Lyon og Marseilles.
Maður upplifir andrúmsloftið í Frakklandi mjög vel á veitingastöðunum þar sem hægt er að panta góðan mat og smakka á hinum mörgu og ljúffengu gæðavínum. Einnig eru kaffihúsin spennandi þar sem upplagt er að fá sér góðan kaffibolla, crosang og fylgjast með lífinu.
Náttúran í Frakklandi er líka bæði falleg og landslagið fjölbreytt, hér eru bæði Alparnir og Pyrenneafjöll, frjósamar sléttur, skógar, ár, fljót og fallegar strendur svo af mörgu er að taka fyrir náttúru unnendur.
Það er einnig mjög fallegt að ferðast innanum ilmandi lillabláa lavendelakra í smábæjum landsins og sjá gróskumiklar vín- og ávaxtaekrurnar..
Nú er ljóst að 8,15% íslendinga hafa sótt um miða á leiki Íslenska Landsliðsinns á EM í Frakklandi en flugið til Frakklands finnur þú á Ticket2Travel.is. Leikir íslands í undankeppninni verða spilaðir í Saint.Etienne en leikvangurinn tekur 42 þúsund áhorfendur. Næsti leikur verður í Marseille en síðasti leikur verður 22. júní í París
Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Frakklandi.
Ajaccio á Korsiku
Bærinn Ajaccio á Korsiku í Miðjarðarhafinu er perla sem þú mátt ekki missa af. Ef þú hefur ekki komið til Kortsíku þá er um að gera að láta drauminn rætast, þessi miðjarðarhafseyja er einstök. Ajaccio er stærsti bær á þessari miðjarahafs eyju sem er þekkt er fyrri gæði og stíl.
Bordeaux
Þú skálar eflaust oftar í þessum bæ í Frakklandi en annars staðar, því bærinn Bordeaux er heimsfrægur fyrir sín gæða vín sem eru talin með þeim bestu í heiminum. Það er upplagt að fara í vínsmökkunarferð á hina mörgu staði sem eru á svæðinu og njóta um leið náttúrunnar.
Lille
Lille er rétt við landamærin að Belgíu og er ein af þeim borgum sem hýsa Evrópumeistaramótið í knattspyrnu 2016,
Lyon
Lyon höfuðstaðurinn í héraðinu Rhones-Alpes í Frakklandi liggur á mörkum suður og norðurevrópu og er upplifun bæði hvað varðar menningu og sögu. Borgin var upprunnalega byggð af rómverjum og þar er að finna mikið af sögulegum stöðum sem tilvalið er að heimsækja.
Marseille
Borgin Marseille er önnur stærsta borg Frakklands og er staðsett á suðurströnd landsins við Miðjarðarhafið í Provence. Marseille var stofnuð árið 600 f.kr og er því gömul borg sem var byggð upp í kringum hina náttúrulegu höfn, Vieux-Port.
Nantes
Upplifið þennan sérstka vestur franska bæ - líka nefndur bretonske- menning og saga í Nantes. Nantes er einskonar höfuðborg í héraðinu Pays de la Loire og liggur við fljótið Loire sem er stærsta fljótið í Frakklandi. Bærinn Nantes er ekki eins þekktur og svo margir aðrir bæir...
Nice
Nice er eins og segull sem dregur að sér ferðamenn frá öllum heiminum og á öllum tímum ársins. Njótið þess að sitja á kaffihúsum á Promenade des Anglais og sjá allan heiminn fara framhjá. Eða röltið meðfram flóanum í skugga pálmatrjáa, Baie des Anges.
Paris
París er ein mest heimsótta borg í Evrópu og ekki að ástæðulausu, hér er dásamlegt að vera og margir spennandi ferðamöguleikar. Í höfuðborginni París finnur þú allt: menningu, listir og rómantík, frábærar byggingar, söfn, markaði, áhugaverða sögu og flottar verslanir
Saint Denis
Saint Denis er bæjarhluti norður af París og er borgarhlutinn þekktur vegna afhöfðunar á dýrlingnum Denis, en nú til dags er bæjarhlutinn þekktastur fyrir að þar er Stade de Farnce leikvangurinn sem er þjóðarleikvangur Frakka
Saint Etienne
Saint Etienne var árður fyrr þekkt fyrir kolavinnslu og iðnað. Borgin er suðvestur af Lyon og er við ána Furan, Það búa um 175.000 manns í borginni. Íslenska Karlalandsliðið í fótbolta spilar sinn fyrsta leiká Evrópumótinu þann 14. Júní 2016 kl. 21:00 á móti Portúgal í St. Etienne.
