Flug og flugmiðar til Helsinki
Í Helsinki höfuðborg Finnlands sem er mjög hugguleg og jafnframt stærsta borg landsins gætir áhrifa bæði frá austri og vestri. Hér eru margar flottar byggingar frá rússneska keisaradæminu svo hér blandast saman nýr og gamall arkitektúr. Í borginni eru einnig mörg opin svæði sem íbúarnir njóta til jafns við ferðamenn í afslöppuðu og þægilegu andrúmslofti. Stóra markaðstorgið, Kauppatori er staðsett niður við sjóinn og þar versla margir finnar, héðan er síðan hægt að taka litla ferju yfir að virkinu Suomenlinna sem er eitt af mörgum áhugaverðum svæðum í Finnlandi og er á lista UNESCO. Síðan fara tilbaka með ferjunni í miðbæinn og setjast á eitt af mörgum kaffihúsum borgarinnar (en sagt er að finnar drekki mjög mikið kaffi) svo úrvalið er mikið.
Dómkirkjan í Helsinki er einnig einstaklega falleg og tákn Finnlands, hún er hvítkölkuð og tekur sig því vel út á björtum degi þegar himininn er heiðblár og myndar bakgrunn fyrir kirkjuna, þá eru litirnir eins og í finnska fánanum, en það er einnig áhugavert að sjá Klettakirkjuna sem er mjög sérstök því hún er að hluta til höggvin inn í klett og er með einstakan hljómburð.
Það er hægt að kaupa flugmiða á Ticket2Travel.is til Helsinki, einnig eru Finnair með tengiflug í samvinnu við Icelandair þannig að það er hægt að fá ódýrt með framhaldsflugum út um allan heim með Finnair
Ticket2Travel.is leitar og finnur flugverð með öllum fljugfélögum sem fljúga til og frá Helsinki
