Flug og flugmiðar til Finnlands

Finnland er eitt Norðurlandanna og er oft kallað land hinna þúsund vatna vegna fjölda stöðuvatna sem þar eru, en stöðuvötnin eru meira en 187.000 talsins. Stærsta vatnið Saimaa vatn er 5. stærsta stöðuvatn í Evrópu. Barrskógur þekur einnig mikinn hluta landsins og dýralífið er mjög fjölbreytt, hér finnast bæði skógarbirnir og gráúlfar sem og hreindýr og elgir ásamt mörgum öðrum dýrategundum. Álftin er þjóðarfugl Finnlands.
Finnlandi er skipt niður í 6 fylki, Suður-, vestur- og austur Finnland, Oulu, Lappland og Áland.  Nyrsti hluti Finnlands eða fjórðungur landsins nær norður fyrir heimskautsbaug sem gerir það að verkum að miðnætursólin getur haldist í fleiri daga og á nyrsta staðnum þá sést sólin ekki samfellt í meira en 70 daga yfir sumarið en að sama skapi þá er sést ekki til sólar í tæpa 2 mánuði yfir vetrartímann.
Matarmenningin í Finnlandi er einnig spennandi þar sem villtir sveppir og ber, fiskur, elgur og hreindýr eru algengir réttir á matseðlinum. Svo eru spennandi hátíðir og tónlistardagar í mörgum bæjum landsins, tíska á heimsmælikvarða, múmitröll, vodka og sauna – allt þetta og mikið meira er Finnland.

Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir til allara áfangastað í Finnlandi með öllum flugfélögum.

Helsinki
Helsinki

Það er hægt að kaupa flugmiða á Ticket2Travel.is til Helsinki, einnig eru Finnair með tengiflug í samvinnu við Icelandair þannig að það er hægt að fá ódýrt með framhaldsflugum út um allan heim með Finnair

Kuopio
Kuopio

Kuopio er frábær staður til að vera í fríi á þar upplifir maður Finnland landið með "Þúsund vötnum", Hér er möguleiki á að fara í siglingar meðfram ströndinni, ganga um í góskumikklum skógum, eða bara njóta í huggulegu tréhúsi eða kofa niður við eitt af hinum mörgu vötnum. 

Rovaniemi
Rovaniemi

Rovaniemi er mikilvægasta borg í norður Finnlandi og tilvalinn staður fyrir ævintýri. Flugmiðar og ferðir til Rovaniemi í Finnlandi hér á Ticket2Travel.is Frá Rovaniemi er gott að byrja eða nota sem útgangspunkt í ferðir um Lappland

Tampera
Tampera

Tampere er staðsett miðsvæðis í suð vestur Finnlandi og umvafin vötnum. Flugmiðar og ferðir til Tampere í Finnlandi, en það þarf að skipta um flugvél í Helsinki. Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Finnlands og Tampere.

shade