Flug og flugmiðar til Færeyja

Færeyjar samanstanda af 18 eyjum og þar búa tæplega 49.000 manns. Eyjarnar eins og flestir vita eru staðsettar í Atlandshafinu, 430 km suðaustur af Íslandi og eru bæði vinalegar og sjarmerandi.

Höfuðborgin Þórshöfn er á stærstu eyjunni Straumey og hér upplifir þú m.a. falleg tjörguð tréhús frá 1800. Annars er náttúran hér stórkostleg margar fallegar gönguleiðir, fossar og þverhnípt fjöll, mikið fuglalíf og þá sérstaklega á 3ju stærstu eyjunni Vágar og á eyjunni Mykines þar sem lundinn er með búsetu. Hér eru litlir fallegir bæir og firðir og taktu  eftir hinum hefðbundnu trékirkjum sem skarta grasþaki. Búið er að brúa milli  eyja ásamt því að gera mörg göng og svo eru það ferjurnar sem sigla reglulega á milli eyjanna.

Hin lifandi og skemmtilega hátíð eyjaskeggja, Ólafsvaka er haldin í júlí á hverju ári þar sem hefðbundinn færeyskur dans er stiginn ásamt mörgu öðru skemmtilegu.

Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem flúga til og frá Færeyjum

Þórshöfn
Þórshöfn

Þórshöfn er höfuðstaður Færeyja og jafnframt stærsti bær landsins. Íbúafjöldinn er rúmlega 12.000 manns og er bærinn staðsettur á eyjunni Straumey sem er jafnframt stærsta eyjan. Það er gaman að rölta um bæinn, kíkja niður á Skans, upplifa falleg tjörguð tréhús frá 1800 eða labba um einu göngugötuna í bænum...

shade