Flug og flugmiðar til Manchester
Manchester er óopinberlega kölluð "Höfuðborg Norður Englands" og það er ekki að ástæðu lausu. Stórborgin er þekkt fyrir áhrif sín á iðnaðar- og tónlistarsögu, einnig má ekki gleyma að þúsundir af knattspyrnu áhugamönnum um allan heim þekkja liðin sem koma frá Manchester og Birmingham sem keppast um titilinn "Stórborg Bretlands númer 2" á eftir London.
Varðandi fjölda ferðamanna vinnur Manchester allavega yfir Birgmingham, en Manchester er sú borg sem dregur að sér flesta ferðamen á eftir London. Og það er ekkert skrítið því borgin geymir ógrynni af möguleikum fyrir alla aldurshópa, menningarupplifanir, verslunarferðir ásamt öllu hinu í „Höfuðborg Norður Englands“.
Borgin er þægileg með orkumikið andrúmsloft og þú verður fjótur að kunna að meta hinn þekkta norður enska vingjarnleika. Það er orðið mun algengara að ungt fólk sest að í Mancester og það er ekki eingöngu vegna þess að verðlagið er betra hér miðað við í London heldur er það einnig vegna hins jákvæða og orkumikla andrúmslofts sem er í borginni.
Borgin er mest fjölþjóðleg af borgum í Englandi og því er gaman að heimsækja t.d. Chinatown þar sem boðið er uppá margvíslegar asískar matarupplifanir eða ef þú ert fyrir indverskan eða pakistanskan mat og menningu þá máttu ekki láta „The Curry Mile“ fram hjá þér fara.
The Curry Mile er 800 m löng gata í hverfinu Rusholme þar sem þú getur smakkað á hinum ýmsu krydduðu og sterku réttum og keypt bæði skartgripi og föt í mörgum litum í indverskum og pakistönskum stíl.
Ticket2Travel.is leitar og finnur flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Manchester
