Evrópa  >  England  >  Glasgow

Flug og flugmiðar til Glasgow

Frá því að vera niðurnýdd iðnaðarborg hefur Glasgow beyst í sjarmerandi kúltúr borg og mikla verslunarborg. Borgin var valin sem menningarborg Evrópu árið 1990 og rúmar nú gróskumikið lista- og menningarlíf og eru mörg frábær söfn og áhugaverðir staðir  sem hægt er að heimsækja. Eins og í svo mörgum öðrum borgum í heiminum þá hefur mikið verið gert í Glasgow til að gera borgina meira aðlaðandi, það sést greinilega í huggulegum götum í miðbænum þar sem mikið er um kaffihús, veitingastaði, pöbba, vínbari og flottar verslanir. Í nágrenni borgarinnar eru einnig fjölbreyttir möguleikar til útivistar og afþreyingar. Að lokum er heldur ekki hægt að láta fjöl listamanninn Charles Rennie Mackintons fram hjá sér fara hvað varðar húsgögn og arkitektúr sem er í algjörum sérflokki.
 
Áhugaverðir staðir í Glasgow
Kelvingrove Art Gallery og Museum
Þetta er stærsta safnið í Glasgow og vinsælt meðal ferðamanna. Eftir  að hafa rölt og skoðað safnið er upplagt að fara í almenningsgarðinn Kelvinpark sem er við hliðina og njóta þar góðgætis og slaka á.

Dómkirkjan í Glasgow
Dómkirkjan í Glasgow er elsta bygging í borginni og er frá 15. hundruð. Hér sér maður fallegan gotneskan stíl og hér er einnig safn sem sýnir gamla hluti frá miðöldum. Bæði kirkjan og safnið hafa opið daglega og hér er enginn aðgangseyrir.

Ticket2Travel.is leitar og finnur flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Glasgow

shade