Evrópa  >  England  >  Bristol

Flug og flugmiðar til Bristol

Á suðurvestur Englandi er borgin Bristol sem er með fallegri stórborgum Englands. Áin Avon rennur um borgina og skiptir henni í tvennt og rennur áin einnig um hið fallega Avon gljúfur. Borgin býður því uppá margt áhugavert og spennandi og má einnig nefna Clifton hengibrúna sem er eitt þekktasta kennileiti Bristol og svo er áhugavert að heimsækja skipasafnið Great Britain þar sem þið getið kíkt um borð og kynnst sögu þess. Skipið var lengsta skip sinnar tegundar á árunum 1845-1854.

Af áhugaverðurm stöðum má einnig nefna hinar dularfullu minjar, Stonehenge sem er rétt um 80 km suðaustur af Bristol. Stonehenge er á heimsminjalista UNESCO og er talið vera frá árunum 2000 f.kr. Einnig er spennandi og litríkt að heimsækja Bristol í byrjun ágúst mánaðar og fara á International Ballon Fiesta þar sem hægt er að upplifa litríka loftbelgi fljúga yfir borgina. Það er einnig litríkt þegar hinir ýmsu flugdrekar fara á loft í september á Bristol International Kite Festival. Svo má ekki gleyma Hafnarhátíðinni sem er haldin í júli og er heimsótt af mörg þúsund manns.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð hjá öllum flugfélögum sem fljúga til Bristol

shade