Flug og flugmiðar til Sönderborg

Sönderborg liggur syðst á Jótlandi nálægt landamærum Þýskalands og er uppplagt að dveljast í bænum og keyra dagsferð yfir til Þýskalands t.d. Flensborgar. En í Sönderborg er margt að upplifa bæði í bænum og rétt fyrir utan bæinn. T.d. er mjög áhugavert að skoða Pappírssafnið sem er byggt upp eins og lítill bær með götum og kaffihúsi og hér fær maður margar og spennandi hugmyndir í samb. við veislur, klipp og margt fl. Svo er garðurinn Universe sem er virkilega spennandi fyrir alla fjölskylduna, Vibæk Vandmölle, Höllin Graasten Slot og Listgarðurinn Augustiana þar sem hægt er að slá tvær flugur í einu með bæði list-  og náttúruupplifun eru allt áhugaverðir staðir.

Hér er einnig yndislegt að leigja hjól og hjóla á milli staða og njóta náttúrunnar í leiðinni. Hvað varðar göngur þá er margar spennandi gönguleiðir bæði stuttar og langar eins og t.d. Gendarmstien sem er 74 km falleg leið að mestu meðfram ströndinni og er upplagt fyrir göngugarpa. Stígurinn byrjar í Höruphaf og endar við þýsku landamærin. Við Sönderborg eru einnig 3 fallegir 18 holu golfvellir og hér finnur þú einng marga góða veitingastaði.

shade