Flug og flugmiðar til Kaupmannahafnar

Kaupmannahöfn varð höfuðborg Danmerkur árið 1536 og er vinsælasta ferðamannaborg norðulandanna og það er ekkert skrítið því hér er bæði yndislegt og gott að vera. All flestir íslendingar hafa komið til köben og hafa sterkar taugar þangað þar sem margir hafa dvalið þar í lengri eða skemmri tíma. Hér er Tívolí, Strikið, Litla hafmeyjan, Nýhöfn og vagtskiptin við konungshöllina allt staðir sem ekki þarf að kynna. Síðan er ógrynni af öðrum spennandi stöðum sem maður finnur á röltinu um borgina eða hefur verið sagt frá, þar sem gott er að setjast niður og „hygge sig“ eins og danirnir tala um, fá sér eitthvað gott að borða og jafnvel skola því niður með köldum Tuborg eða að fá sér kaffi á elsta kaffihúsi/konditori í bænum, Conditori La Glace frá árinu 1870. Rundetarnet í Köbmagergade frá árinu 1642 er gaman að rölta upp í, sem og að sitja við söerne og fylgjast með fjölbreytileika mannlífsins. Svo er alltaf gott að setjast niður í Botanisk Have á góðum sólskynsdegi með nestiskörfu og í nýjum skóm.

Áhugaverðir og spennandi staðir í Kaupmannahöfn

Margir áhugaverðir og spennandi staðir eru í Kaupmannahöfn, fyrir utan Tívolí, Strikið, Nýhöfn og litlu Hafmeyjuna þá er gaman að skoða og upplifa

Tycho Brahe Planetarium:
Spennandi og lærdómsrík upplifun, hér getur þú ferðast um geiminn, upplifað tíma risaeðlanna, fræðst um lífið í hafinu og margt fl. Allir fá 3D gleraugu sem gera upplifunina einstaka.

Statens Museum for Kunst:
Statens Museum for Kunst er stærsta listasafn í Danmörku með list erlendis frá sem og frá Danmörku. Hér geta börnin einnig notið sín, hér eru barnalist sýningar og teiknisalur og einnig verkstæði fyrir börn sem er opið allar helgar.

Københavns Zoo:
Heimsókn í dýragarðinn í Kaupmannahöfn er alltaf spennandi, hér eru fílar, slöngur, ísbirnir, krókódílar og mörg önnur spennandi dýr. Svo er barnadýragarðurinn þar sem krakkarnir geta verið með dýrunum og klappað sumum af þeim.

Nýhöfn:
Eftir rölt og búðarráp um Strikið og nálægar götur er ekkert betra en að setjast niður við Nýhöfn innanum hugguleg lítil og litrík veitinaghús, fá sér smörrebrauð og kaldan bjór og fylgjast með mannlífinu. Lífið verður vart betra á fallegum sumardegi.

Christiania:
Christiania er staðsett á Chirstianshavn og varð til árið 1971. Hér eru skemmtileg hús, gallerí, ódýrir matsölustaðir og í heildina þá er allt önnur upplifun hér en er hinum megin við hliðið. En hér eru einnig ákveðnar reglur eins og ekki er ráðlegt að taka myndir eða tala í síma og þá sérstaklega í kringum Pusher Street.

Að ferðast og fræðast um borgina

Hægt er að fá fróðleik um borgina og upplifa áhugaverða staði með því að fara í skipulagðar ferðir, þær eru bæði margar og fjölbreittar, allt eftir áhugasviði hvers og eins. Hjólað, hlaupið, gengið, siglt, ferðast í hjólavagni og ferðast um í 2ja hæða opnum strætó. Svo er hægt að leigja hjól með innbyggðu GPS svo auðvelt er að rata um borgina á eigin vegum.

Spennandi veitingastaðir í Köben:

Það er ógrynni af spennandi og góðum veitingastöðum í borginni sem er þekkt fyrir frábæra matargerðalist, valið er þitt og verðin eru jafn mismunandi og veitingastaðirnir eru margir. Þú getur t.d. prófað:

Gourmet veitingastaðurinn Noma:
Gourmet veitingastaðurinn Noma er upplifun fyrir alla bragðlaukana, staðurinn hefur verið valinn besti veitngastaður árið 2010, 2011, 2012 og nú síðast 2014. Ef þú hefur hug á að smakka á kræsingunum þá þarf að panta borð með góðum fyrirvara.

Copenhagen Street Food:
Copenhagen Street Food á Papirøen í Kaupmannahöfn er öðruvísi og spennandi upplifun. Hér er litríkur og alþjóðlegur götumarkaður og hér er rými fyrir alla. Það sama má segja um matinn, fjölbreytilegur matur og einnig ódýr. Hér eru einnig upprennandi tónlistar og lista fólk sem eru með til að skapa einstaka stemningu á staðnum.

Bastionen – Løven:
Flottur staður fyrir góðan hádegisverð eða ”brunch”  hér er rólegt og sögulegt andrúmsloft en staðurinn eða ”Lille Mølle” er frá árinu 1669. Hér eru gamlar hefðir settar í nýjan og spennandi  búning.

Kødbyen: Tommi´s Burger Joint:
Hér er hægt að kaupa safaríka hamborgara eins og þeir gerast bestir. Tommi´s Burger Joint opnaði á þjóðhátíðardegi íslendinga 17. Júní en eigandinn er jú Tómas í Hamborgarabúllu Tómasar.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir með öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Kaupmannahöfn.

shade