Evrópa  >  Danmörk  >  Billinud

Flug og flugmiðar til Billund á Jótlandi

Billund er staðsett miðsvæðis á Jótlandi og hér er aðal aðdráttaraflið skemmtigarðurinn Legoland sem gaman er að heimsækja, sérstaklega fyrir barnafjölskyldur og þá er upplagt að gista á Hótel Legoland sem er bæði  skemmtileg og öðruvísi upplifun. Í Legolandi má sjá eftirlíkingar af mörgum frægum byggingum frá hinum ýmsu löndum, allt búið til úr legokubbum en síðan er mikið af skemmtilegum tækjum sem hægt er að fara í og einnig eru bæði veitingastaðir og verslanir í garðinum.

Í Billund er einnig hægt að heimsækja vatnslandið Lalandia sem er það stærsta á norðurlöndunum. Frá Billund eru síðan allir vegir færir. Hægt er að bruna suður eftir að landamærum Þýskalands eða skoða aðra áhugaverða staði stutt frá Billund eins og t.d. dýragarðinn Giveskud Zoo. Stutt frá Billund er fluglöllurinn Billund Airport og þangað er m.a. flogið beint frá Íslandi.

Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fljúga til og frá Billund flugvelli.

shade