Evrópa  >  Danmörk  >  Árósar

Flug og flugmiðar til Árósa

Árhús er næststærsta borg á Jótlandi og hér búa um 260.000 manns. Árhús er einnig einn af elstu bæjum Danmerkur og geymir því marga spennandi og áhugaverða staði. Hér er t.d. yndislegt að rölta um gamla bæinn og fá gamla tímann beint í æð sem er einstök upplifun. Svo er nýja Moesgaard safnið sem opnaði í oktober 2014 og er virkilega smart safn sem mjög gaman að upplifa.

Á ARoS listasafninu er spennandi að skoða bæinn í gegnum regnbogans liti og fyrir barnafjölskyldur þá er tilvalið að fara í Tivolí Friheden sem er í göngufæri frá miðborginni, hér eru 4 rússibanar ásamt mörgum öðrum tækjum. Fallegir garðar sem hægt er að rölta um, setjast niður og njóta er einnig nóg af í Árhús eins og t.d. Garðurinn Botanisk Have sem er einn af stærstu og elstu görðum í bænum svo er Mölleparken og Raadhusparken. Hvað varðar kaffihús, veitingastaði, verslanir og hótelgistingar þá er úrvalið mjög mikið í þessum fallega bæ.

Ódýrir flugmiðar til Árósa alla daga allt árið hér á Ticket2Travel.is

shade