Flug og flugmiðar til Danmerkur
Allir Íslendingar hafa taugar til Danmerkur. Hér eru gamlar sögufrægar byggingar og áhugaverðir staðir eins og Konungshöllin, Litla hafnmeyjan, Tívolí, Bakkinn, Dýragarðurinn, Christiania, Lego land, H.C.Andersens Hus, Möns Klint, Nýhöfn og Torvehallerne.
En upplifið einnig stemninguna á Strikinu, setjist við eitt af torgunum með kaldan Tuborg og að smakka smörrebrauð, reyktan ál, kaldan bjór og snaps á litlum stöðum eins og Karrebæksminde er frábært að upplifa, því eitt er, danir kunna að „hygge sig“ Jólamarkaðir og Jólafrokost má ekki láta fram hjá sér fara og í desember er Tívolí breytt í yndislegt jólaævintýri.
Athugið: Að nota Kaupmannahöfn sem millilendingarstað á leiðinni áfram út í heim er góður kostur þar sem fjöldi tengimöguleika er á framhaldsflugum, allt þetta er bókanlegt hér á Ticket2Travel.is
Aalborg - Álaborg
Á norður Jótlandi er 4 stærsta borg Danmerkur, Álaborg með rúmlega 109.000 íbúa. Borgin er staðsett við Limfjörðinn og eru 114 km til Kaupmannahafnar yfir Stóarbeltis brúnna. Hér er gaman fyrir fjölskyldufólk að heimsækja dýragarðurinn Aalborg Zoo
Aarhus - Árósar
Árhús er næststærsta borg á Jótlandi og hér búa um 260.000 manns. Árhús er einnig einn af elstu bæjum Danmerkur og geymir því marga spennandi og áhugaverða staði. Hér er t.d. yndislegt að rölta um gamla bæinn og fá gamla tímann beint í æð...
Billund
Billund er staðsett miðsvæðis á Jótlandi og hér er aðal aðdráttaraflið skemmtigarðurinn Legoland sem gaman er að heimsækja, sérstaklega fyrir barnafjölskyldur og þá er upplagt að gista á Hótel Legoland sem er bæði skemmtileg og öðruvísi upplifun.
Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn varð höfuðborg Danmerkur árið 1536 og er vinsælasta ferðamannaborg norðulandanna og það er ekkert skrítið því hér er bæði yndislegt og gott að vera. All flestir íslendingar hafa komið til köben og hafa sterkar taugar þangað þar sem margir hafa dvalið þar í lengri eða skemmri tíma.
Sonderborg - Sönderborg
Sönderborg liggur syðst á Jótlandi nálægt landamærum Þýskalands og er uppplagt að dveljast í bænum og keyra dagsferð yfir til Þýskalands t.d. Flensborgar. En í Sönderborg er margt að upplifa bæði í bænum og rétt fyrir utan bæinn. Það er lítill flugvöllur í Sönderborg
