Evrópa  >  Bulgaría  >  Varna

Flugmiðar og ferðir til Varna

Borgin Varna er 3ja stærsta borgin í Búlgaríu og er virkilega fallegur og vinsæll sumarstaður, bæði fyrir ferðamenn sem og íbúa landsins og er borgin þekkt fyrir að vera sólbaðstaður no. 1 í landinu. Borgin er staðsett við austurströndina og því er það Svartahafið sem nær að fallegum ströndum staðarins.

Hér er mikið af huggulegum kaffihúsum, veitingastöðum og börum og í miðborginni er gaman að rölta um göngugöturnar og njóta lífsins innanum fallegan arkitektúr og gamlar, fallegar kirkjur frá 16. og 17. Hundruð. Þar sem borgin er staðsett við Svartahafið er hægt að upplifa margt sem tengist sjónum eins og t.d. Varna fiskasafnið og spennandi  höfrungasýningar sem er eitt skemmtilegasta aðdráttaraflið í borginni.

En það sem íbúarnir eru stoltir af er sjóminjasafnið sem er staðsett í fallegum garði alveg við hafnarsvæðið og hér er merkasti útstillingarhluturinn á safninu stríðsskipið Drazki sem gegndi mikilvægu hlutverki í stríði við tyrki árið 1912.

Ticket2Travel.is ber saman flugleiðir og flugverð með öllum flugfélögum sem fljúga til Búlagríu.

 

 

 

 

shade