Evrópa  >  Bulgaría  >  Sofía

Flugmiðar og ferðir til Sofíu

Sofia er falleg og áhugaverð höfuðborg Búlgaríu með 1,4 milljón íbúa. Borgin er staðsett á hinum fallega Balkanskaga í vestur hluta landsins og er m.a. þekkt fyrir margar fallegar bygginar og spennandi arkitektúr og er því algjör gullkista fyrir áhugafólk um sögu.

Hér eru minjar frá gömlum tíma sem bera vott af ólíkum menningum sem hafa verið í borginni eins og ein af stærstu rétttrúnaðar kirkjum í heiminum, Alexander Nevsky dómkirkjan og rétt fyrir utan Sofia er svo Rilaklaustrið sem gaman er að upplifa. Kirkjubyggingin Boyana er þó ein af mikilvægustu söguminjum í bulgarskri menningu og stendur hún rétt fyrir utan borgina og er svolítið erfitt að komast að kirkjunni en samt algjörlega þess virði.

Kirkjubyggingin komst á heimsminjalista UNESCO árið 1979.

Frá borginni er einnig spennandi að fara í dagsferðir um fallega náttúruna eins og t.d. í kringum Vitosha fjallið sem er aðeins um 20 km frá borginni. Á veturna er svæðið vel nýtt skíðasvæði og er hæsti toppur fjallsins, Cherni Vrah 2.290 m hár.

Ticket2Travel.is leitar, finnur og ber saman flugverð hjá öllum flugfélögum sem flúga til Búlgaríu og Sofíu.

 

 

 

 

 

shade