Flugmiðar og ferðir til Burgas
Burgas er stórborg með c.a. 230.000 íbúa, staðsett meðfram fallegri Svartahafsströndinni í suðaustur hluta Búlgaríu. Borgin hefur þróast hratt á síðustu öld og hefur iðnaður aukist gífulega ásamt ferðamannaiðnaði. Hér er mikið af veitingastöðum og því spennandi að prófa búlgarska matarmenningu. En að sjálfsögðu er hægt að borða annað en búlgarskan mat, hér eru t.d. margir pizzastaðir sem og aðrir alþjóða staðir.
Veðurfarið í Burgas og þá sérstaklega við strendur Búlgaríu eru heit og löng sumur sem eru stöku sinnum kæld niður með hafgolunni og eru veturnir mildir og góðir. Hvað varðar gistingu þá er þó nokkuð af flottum strandhótelum í útkanti borgarinnar sem og spennandi camping svæðum og yfir sumarmánuðina opna margir utandyra veitingastaðir og pöbbar, sérstaklega við sjávarsíðuna og einna stærstur er veitingastaðurinn Kapanite sem er við North Beach.
Ticket2Travel.is leitar, finnur og ber saman flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Búlagaríu og Burgas
