Flug og flugmiðar til Brussel
Höfuðborg Evrópusambandsins og jannframt höfuðborg Belgíu er staðsett í miðju landinu. Það er gaman að rölta um göturnar í gamla bænum og setjast inn á eitt af mörgum kaffihúsum eða krám borgarinnar og velja á milli hinna mörgu bjórtegunda sem allar eru bornar fram í sínum eigin glösum.
Af áhugaverðum stöðum þá er Grand Place helsta aðdráttarafl ferðamanna enda er höllin bæði falleg og gömul eða frá árinu 1600. Hér er einnig að finna einkennistákn borgarinnar Manneken Pis sem er 60 cm há bronsstytta af strák sem er að pissa og hefur staðið á torginu frá árinu 1619.
Það er einnig hægt að finna kvennstyttuna Jeanneke Pis sem er styta af lítilli stelpu sem er að pissa og er einnig óskabrunnur og fara smápeningarnir sem settir eru í brunninn til krabbameinsrannsókna.
Ticket2Travel.is leitar og ber saman flugverð hjá öllum flugfélögum sem flúga til og frá Brussel
