Evrópa  >  Belgía  >  Antwerpen

Flugmiðar og ferðir til Antwerpen

Antwerpen er stærsta borg Belgíu og einnig stærsta hafnarborg landsins og í kringum árið 1500 var borgin rík verslunarborg og jafnframt mikilvægasta hafnarborg í Evrópu. Borgin er staðsett norðanlega í Belgíu við Schelde fljótið og hér búa tæplega ½ milljón manns.

Borgin er stundum kölluð „höfuðborg demantanna“ og er mikilvægur verslunarstaður fyrir demanta,  t.d. þá fer rúmlega helmingur af heimsframleiðslu demanta og um 85% af óslípuðum demöntum í gegnum borgina.

En það er meira að sjá og upplifa í Antwerpen en demanta og demantaslípun, hér eru mörg spennandi kennileiti eins og t.d. Rubensafnið þar sem flæmski málarinn Peter Paul Rubens bjó og starfaði, svo er Frúarkirkjan sem var byggð á árunum 1352 til 1521 og er á heimsminjalista UNESCO. Elsta byggingin í borginni er gamla borgarvirkið sem var reist á 12. Öld og átti að verja borgina fyrir óvinum.

Ticket2Travel.is leitar, finnur og ber samana flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem fjúga til Belgíu og Antwepen.

 

 

 

 

shade