Flug og flugmiðar til Vínarborgar

Vínarborg er höfuðborg Austurríkis og liggur við fljótið Dóná austarlega í landinu. Borgin er með fallegri borgum í Evrópu, hér er að finna glæsilegar byggingar eins og höllina Schönbrunn sem er glæsilegasta höll landsins með yndislegan garð þar sem eru vel klippt tré og falleg blómabeð.

Hér eru einnig margir aðrir fallegir og áhugaverðir staðir og byggingar sem hægt er að heimsækja eins og Þinghúsið þar sem gyðjan Pallas – Athena er fyrir framan, dómkirkjuna Stephansdom sem er einkennisbygging borgarinnar og Karlskirkjuna sem er með hvolfþak og tvo hringlótta kirkjuturna, Óperuhúsið, Spánska reiðskólann frá árinu 1572, keisarahöllin Hofburg sem er minnismerki um ríki Habsborgararættarinnar og svo er torgið Maria Theresien Platz með fallega klippt tré og grasflatir sem gott er að hvílast á en 2 stór og áhugaverð söfn eru sitthvoru megin við torgið. Það er einnig mikið um markaði í Vín og svo er gaman að rölta um göngugöturnar Karntner Strasse, Graben og Kohlmarkt og fá sér góðan bolla af nýmöluðu kaffi eða wienerschnitzel og meðlæti.

Ticket2Travel.is ber saman flugverð með öllum flugfélögum sem fjúga til Vínarborgar

shade