Flug og flugmiðar til Salzburg
Salzburg líkist einna helst ævintýri eins og þú ýmindar þér Austurríki með fljótið Salzach sem rennur um fallegt fjallasvæðið og um gamla bæinn sem geymir vel varðveittan barok arkitektúr. Í Salzburg eru 3 háskólar svo Salzburg er borg með bæði gamla sögu og lífandi nútíma. Á svolítilli hæð yfir borginni er Festung Hohensalzburg sem er miðaldavirki og eitt af þeirm stærstu í Evrópu og einnig það best varðveitta. Hér finnur þú vel fyrir áhrifum sögunnar og er hægt að skoða virkið bæði að utan sem innan.
Það eru einnig margar perlur fyrir utan borgina eins og Schloss Mirabell serm er stórkostleg höll með fallegan garð og var miðpunktur í musical myndinni „The Sound og Music“ Ef þú ert meira fyrir nútíma upplifanir þá er upplagt að heimsækja Hangar-7, þar sem Red Bull stofnandi Dietrich Mateschits hefur safnað saman sögulegum flugvélum og kappakstursbílum. Útivistarsvæðið í kringum borgina er einnig meiriháttar, norður af borginni er hæðótt landslag en suðurhlutinn er með landamæri að Ölpunum. Það eru aðeins 16 km frá miðborginni að fjallinu Untersberg sem nær tæplega 2 km hæð.
Salzburg er einnig fæðingarborg Mozarts og miðstöð klassískarar tónlistar og hægt er að heimsækja bæði heimili hans og fæðingarstað. Eins er hægt að heimsækja dómkirkjuna í Salzburg og sjá skírnarfrontinn sem var notaður við skírn Mozarts. Þessi fallega borg og stórkostlegt umhverfið í kring hafa eflaust haft mikil áhrif og veitt innblástur fyrir þennan músíkalska snilling.
Ticket2Travel.is ber saman flugverð og flugleiðir með öllum flugfélögum sem fjúga til og frá Salzburg
