Flug og flugmiðar til Innsbruck

Innsbruck er höfuðborgin í Tyrol sem er án efa ævintýralegasta svæðið í Austurríki. Í kringum borgina er stórbrotin náttúra þar sem há og tignarleg fjöllin mynda fallegan bakgrunn um borgina. Yfir sumartímann er hægt að heyra í bjölluhljómi frá „Milka“ kúnum og frá hinu þekkta skíðastökksvæði Bergisel er frábært útsýni yfir borgina. Náttúran er einstaklega falleg og býður uppá mikið af möguleikum ásamt fersku fjallalofti. Gamli bærinn Altstadt, í Innsburck er virkilega heillandi og var ein af borgum Habsborgaranna og geymir margar gamlar og fallegar byggingar eins og t.d. höllina Hofburg sem hefur að geyma sögu allt frá árinu 1300.

Hér er einnig safn þar sem hægt er að skoða allskonar hluti frá Tyrol m.a. kúabjöllur, handskorna snjósleða og hina sérstöku tyrolsku innréttingar sem margir hafa séð á skíðaferðum sínum á þessu svæði. Hofkirkjan er einnig staðsett í gamla bænum og var hún byggð árið 1553 af keisara Ferdinand og þar er að finna mikið af þýskum stittum frá renæssancen, undir kirkjunni í katakompunum hvílir þjóðarhetja Tyrols, Andreas Hofer.
Í Innsbruck er einnig mikið af huggulegum kaffihúsum, krám og veitingastöðum í hinum þekkta tyrolska stíl.

Ticket2Travel.is finnur og ber saman ódýr flugverð og flugleiðir hjá öllum flugfélögum sem flúga til og frá Inssbruck.

shade